BREYTA

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Umræðulaust var því vísað til utanríkismálanefndar þar sem það er nú til umfjöllunar. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent nefndinni umsögn um málið en frestur til að skila umsögnum rann út 5. nóvember. Þetta frumvarp er í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: „Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og íslensk stjórnvöld munu beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi,“ en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru: Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Baldvin Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þráinn Bertelsson. Frumvarp í þessa veru er nú lagt fram í tíunda sinn. Stundum hefur það ekki verið tekið til umræðu og stundum látið daga upp í utanríkismálanefnd. Síðast var það lagt fram í mars 2009, en þá gafst ekki tími til að afgreiða það, enda stutt til þingloka og nýrra kosninga. Það er vonandi að ríkisstjórnin verði ekki hrakin frá áður en þetta mál er í höfn. Aldrei fyrr höfum við verið svo nærri því. Sjá nánar frétt á Friðarvefnum 17. mars 2009. Fumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Frumvarpið og ferill málsins.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.