BREYTA

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Umræðulaust var því vísað til utanríkismálanefndar þar sem það er nú til umfjöllunar. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent nefndinni umsögn um málið en frestur til að skila umsögnum rann út 5. nóvember. Þetta frumvarp er í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: „Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og íslensk stjórnvöld munu beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi,“ en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru: Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Baldvin Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þráinn Bertelsson. Frumvarp í þessa veru er nú lagt fram í tíunda sinn. Stundum hefur það ekki verið tekið til umræðu og stundum látið daga upp í utanríkismálanefnd. Síðast var það lagt fram í mars 2009, en þá gafst ekki tími til að afgreiða það, enda stutt til þingloka og nýrra kosninga. Það er vonandi að ríkisstjórnin verði ekki hrakin frá áður en þetta mál er í höfn. Aldrei fyrr höfum við verið svo nærri því. Sjá nánar frétt á Friðarvefnum 17. mars 2009. Fumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Frumvarpið og ferill málsins.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …