BREYTA

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Umræðulaust var því vísað til utanríkismálanefndar þar sem það er nú til umfjöllunar. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent nefndinni umsögn um málið en frestur til að skila umsögnum rann út 5. nóvember. Þetta frumvarp er í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: „Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og íslensk stjórnvöld munu beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi,“ en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru: Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Baldvin Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólafur Þór Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þráinn Bertelsson. Frumvarp í þessa veru er nú lagt fram í tíunda sinn. Stundum hefur það ekki verið tekið til umræðu og stundum látið daga upp í utanríkismálanefnd. Síðast var það lagt fram í mars 2009, en þá gafst ekki tími til að afgreiða það, enda stutt til þingloka og nýrra kosninga. Það er vonandi að ríkisstjórnin verði ekki hrakin frá áður en þetta mál er í höfn. Aldrei fyrr höfum við verið svo nærri því. Sjá nánar frétt á Friðarvefnum 17. mars 2009. Fumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Frumvarpið og ferill málsins.

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …