BREYTA

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, hefur afhent fjölda alþingismanna að undanförnu. Það birtist fyrst á vefritinu Eggin 16. maí. Friðsöm utanríkisstefna Hvatning til þingmanna, ráðherra og annarra valdhafa á tímum ófriðar og manngerðra hörmunga Orsakir stríðs. Í gegnum söguna hafa menn réttlætt stríðsátök á ótal vegu. Hvert stríð kallar á útskýringar ráðamanna um ástæður þess að taka upp vopnaða baráttu gegn öðrum manneskjum. Ástæðunum fjölgar í jöfnu hlutfalli við stríðin og þegar sagan er skoðuð virðast ástæðurnar nær óþrjótandi. Trúarbrögð, landvinningar, siðferðisbarátta, gereyðingavopn, hryðjuverk, harðstjórar og jafnvel friður hefur verið notað sem réttlæting á stríðsrekstri og svona mætti lengi telja. En þetta eru ekki hinar raunverulegu ástæður stríðs heldur afsökunin, réttlætingin sem ráðamenn telja fólki trú um að séu réttar og sannar. Hinar raunverulegur ástæður stríðsátaka eru ótti, hatur, græðgi og skortur á kærleika og umburðarlyndi. Hinar raunverulegu ástæður eru því ekki hinar ytri aðstæður eða pólitískt landslag heldur þær tilfinningar sem búa innra með okkur. Á þessum tilfinningum nærast stríðsæsingamenn. Það eru mikil sannindi þegar sagt er að fyrsta fórnarlamb stríðsátaka sé sannleikurinn. Með markvissum áróðri er hægt að vekja upp ótta almennings gegn öðrum þjóðum. Í hlutverkaspili stjórnmálamanna eru það iðulega þeir sem eru hinir réttsýnu boðberar sannleikans og hinir sem ekki eru á sama máli settir í hlutverk óvinarins. Þegar hræðsla og hatur almennings við “óvininn” er orðin fullþroska geta ráðamennirnir fengið sínu fram og beitt “óvinin” miskunarlausu ofbeldi í skjóli ótta og þagnar almennings. Þannig eru styrjaldir ekki einkamál stjórnmálamanna heldur sameiginlegt mein allra manna sem láta hjá líða að sporna við þeim. Af hverju friður? Að fá að lifa í friði er mannréttindamál sem allir ættu að láta sig varða. Friður er ástand sem flestir menn sækjast eftir og það er réttur okkar fá að lifa í friði. Sá sem fer í stríð gegn náunga sínum brýtur þannig á rétti hans til að lifa í friði og sviptir um leið sjálfan sig þeim sama rétti. Þannig tapa allir stríðandi aðilar mikilvægum mannréttindum sem felast í því að fá að lifa í friði. En það eru ekki bara hinir stríðandi aðilar sem tapa mikilvægum mannréttindum. Saklausir borgarar, menn, konur og börn eru svipt réttinum til að lifa í friði að þeim forspurðum. Lang stærstur hluti þeirra sem falla eða særast í styrjöldum eru almennir borgarar. Þeir fá engu ráðið um það hvort farið sé í stríð eða ekki. Stríðandi aðilar vanvirða rétt þessa fólks til að fá að lifa í friði og sá sem slíkt gerir fremur mannréttindabrot. Ef sannfæring manna segir þeim að þeir hafi rétt á að lifa í friði, án ótta við yfirvofandi ofbeldisverk stríðsvéla, þá ber þeim að auðsýna öðrum manneskjum sömu virðingu. Okkur ber skylda til að koma fram við náungann af sömu virðingu og við viljum láta koma fram við okkur. Friðarbaráttan snýst ekki um pólitísk ágreiningsefni heldur siðferði og mannréttindi. Friðarbaráttan er ekki átök á milli hægri og vinstri heldur er hún barátta á milli góðs og ills, þess sem er rétt og þess sem er rangt. Friðsöm utanríkisstefna. Ævarandi hlutleysi var eitt sinn hugtak sem íslenska þjóðin kaus að fara eftir. Í orðunum fólst sú hugsjón að standa utan við hvers kyns milliríkjadeilur þar sem ofbeldi og vopnuð átök einkenndu samskiptin. Í dag er staðan því miður önnur og verri. Íslendingar eru aðilar að hernaðarbandalagi sem valdið hefur þjáningu og angist milljóna manna, kvenna og barna. Við höfum stutt ólögmætan stríðsrekstur þar sem stríðsglæpir og mannréttindabrot eru framin daglega af bandamönnum okkar. Íslenskir piltar ganga um í herbúningum með alvæpni í fjarlægum löndum undir yfirskyni friðargæslu. En friður kemst ekki á með vopnavaldi og stríðsrekstri. Hugtökin stríð og friður eru það miklar andstæður að annað þrífst ekki þar sem hitt er til staðar. Þannig getur stríð ekki verið til staðar þar sem friður ríkir og friður er ekki þar sem stríð geysa. Það er bara um eitt hugtak að velja, annaðhvort stríð eða frið. Hvort hugtakið viljum við Íslendingar tileinka okkur í utanríkismálum? Viljum við tilheyra þeim þjóðum sem halda opnum þeim möguleika að ráðast á önnur ríki með vopnavaldi ef óleysanlegur ágreiningur kemur upp eða viljum við tileinka okkur friðsama utanríkisstefnu þar sem allar þjóðir geta áhyggjulaust átt í viðræðum við okkur án ótta við ofbeldisaðgerðir af okkar hálfu ef viðræður renna út í sandinn? Hagur okkar af friðsamri utanríkisstefnu verður ekki reiknaður í peningum því ávinningurinn er mun meiri en allur auður heimsins. Með friðsamri utanríkisstefnu leggjum við grunninn að betri heimi og verðum brautryðjendur í heimsmynd friðar og kærleika þar sem stríð og vopnuð átök heyra sögunni til. Með friðsamri utanríkisstefnu verðum við fyrirmynd annarra þjóða í milliríkjasamskiptum og með því að hafna alfarið ofbeldi og stríðsrekstri sem ásættanlegu samskiptamunstri þjóðanna ávinnum við okkur ævarandi virðingu friðelskandi fólks um heim allan. Það eina sem stendur í vegi fyrir því að svona muni verða er aðgerðarleysi þeirra sem völdin hafa. Á meðan enginn gerir neitt þá breytist ekkert. Það er á valdi ráðamanna að koma málefnum að og kynna góðar hugmyndir þjóðunum til heilla því ekki er það á valdi einmanna andófsmanns á Austurvelli, það get ég vottað. Hvar stendur þú? Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur skrifað: “48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Sé það sannfæring þingmanna að ofbeldi og vopnuð átök sé óásættanleg aðferðafræði í samskiptum manna og þjóða þá ber honum að standa við þá sannfæringu sína á þingi. Samkvæmt þessum lögum er þingmaður ekki skyldugur til að fylgja stefnu flokks síns ef stefna hans er andstæð siðferði hans og sannfæringu. Á Alþingi starfa 63 þingmenn. Vissulega getur verið erfitt að sannfæra 63 þingmenn um að friðsöm utanríkisstefna sé landi og þjóð til heilla. En þökk sé lýðræðishefðum sem kveða á um að meirihlutinn skuli ráða þá þarf ekki að sannfæra nema 32 þingmenn til að friðsöm utanríkisstefna verði að veruleika. Ef þú ert einn af þeim sem telur stríð ásættanlegt samskiptaform við erlend ríki þá hvet ég þig til að endurskoða hug þinn í ljósi þeirra mannréttindabrota sem slíkar aðgerðir kalla á. Sért þú hinsvegar einn af þeim sem hafnar ofbeldi sem réttmætri aðferðafræði í samskiptum þjóðanna og virðir rétt fólks til að lifa í friði þá bið ég þig að leita allra leiða til að sannfæra starfssystkini þín um réttmæti og skynsemi slíkrar stefnu í utanríkismálum. Engin þjóð á skilið meiri virðingu en hún sýnir öðrum. Engin þjóð á skilið meiri frið en hún veitir öðrum. Með friðsamri utanríkisstefnu getum við Íslendingar skipað okkur fremst í flokk þeirra þjóða sem hafna stríðsrekstri og ofbeldisverkum í nafni pólitískra ágreiningsefna. Sem friðsöm þjóð munum við öðlast virðingu og vegsemd annarra ríkja og verða fyrirmynd þjóðanna í samskiptum okkar við ólíka bræður okkar og systur sem byggja þessa Jörð. Ég hvet þig kæri þingmaður að standa vörð um þau gildi sem við Íslendingar höfum tileinkað okkur í mörg hundruð ár, gildi friðar og kærleika, virðingar og vinsemdar. Virðingarfyllst Lárus Páll Birgisson sjúkraliði

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …