BREYTA

Friður í okkar nafni

kertafleyting3 Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til jarðar, hátt af himni: flugvélin hefur þegar sleppt sprengjunni og hún fellur og við stöndum undir henni. Hvaða afl ræður stefnu sprengjunnar? Hvernig getum við stöðvað hana? Við fylgjumst með sigurvegurum. Skilaboðin eru sungin: The winner takes it all. Sjaldan er skrifað um hvað gæti gerst ef valdinu yrði ekki beitt – hæst heyrast rök og réttlæting fyrir nauðsyn þess að beita ofbeldi nákvæmlega á þessari stundu ár hvert á hverri öld – sama gamla tuggan. Jafnvel í okkar nafni. Hvernig getum við snúið við? Valdamesta fólkið í heiminum bregst oftast á örlagastundu og margar stofnanir og fyrirtæki falla í sömu gryfju: Nefna má kunnugleg nöfn sem valda ógleði og nefna má ríkisstjórnir þeirra og helstu fjölmiðla. En jafnvel þótt einstaklingarnir beri fulla ábyrgð þá er eitthvað meira á seiði: Tíðarandi, hefðir, venjur siðir, aðferðir … ósýnileg umgjörð, ósýnilegt vald nánast eins og ósýnilegur andi. Í dag er það Bush, á morgun einhver annar. Bindum ekki vonir okkar við einstakar persónur í valdastólum. Atómsprengjan féll á japönsku borgina Hiroshima og önnur á Nagasaki á þessum degi fyrir 62 árum. Atburðir af mannavöldum líkt og gerðust í Japan 1945 geta því miður gerst aftur því í raun ríkir sama hefð og þá og sömu viðbrögð eru iðkuð. Undirstraumurinn er ennþá hart gegn hörðu og illt er rekið út með illu. Ósiður sem hefur ekki enn liðið undir lok þrátt fyrir allt. Sprengja fellur og eyðir lífi. Flugmaðurinn, verkfærið, er harla ánægður með skotið. En það er saman hvaða eða hvers konar sprengja, það er sama hvort það eru 200 þúsund sem deyja eða tveir, glíman stendur um aflið og við valdið sem býr yfir innbyggðri fyrirskipun um að sleppa sprengjunni lausri. Það er einnig sama hvaða trúarbrögð eru nefnd í stríði, Islam eða kristni, þau eru oftast yfirvarp. Hlustum ekki á raddir sem benda á trúarbrögð eða hugmyndafræði og nota orðin frelsi og réttlæti til að hefja stríð, því hverjir græða á stríðum? Stríð eru oftast háð vegna ágreinings um auðlindir jarðar, vegna ofstækis og hagsmuna, til dæmis hagsmuna vopnaframleiðenda. En jafnvel þótt einhverjir vakni og mótmæli þúsundum saman á götum úti og hrópi „Ekki í okkar nafni” hlustar valdið ekki – þó getum við ekki annað er hrópað. „Not in our name“ er heiti á mótmælum sem hófust í Bandaríkjunum og síðar Bretlandi, hér og víða um lönd gegn stríðsrekstri stjórnamálamanna, vopnaframleiðenda og annarra hagsmunahópa gegn Afganistan og Írak. Sprengjum verður eflaust varpað á fleiri lönd í stríðinu gegn hriðjuverkum: War against Terror. Stríð gegn hryðjuverkum er aðeins enn eitt dulaklæðið til að hylja vanmetakenndina. Búast mætti við að fyrirferðamestu þjóðirnar og áköfustu leiðtogarnir ættu við ofmat að stríða en þegar grafið er í sögu mannshugans kemur annað í ljós. Metnaðurinn nærist á vanmetakennd. Veikleikinn leynist í styrkleikanum. Hroki er yfirhylming: þegar honum er svipt í burtu afhjúpast húkandi minnimáttarkenndin. Á Íslandi var einnig safnast saman og hrópað: „Ekki í okkar nafni“ . Fólk sem vildi draga lærdóma af sögunni varaði við stríði í Írak frá fyrsta degi. Aldrei höfðu jafnmargir í jafnmörgum löndum mótmælt stríðsrekstri. Stuðningsmenn stríðsins hafa hins vegar sagt eftir á - eitthvað á þessa leið: „Ég vissi það ekki þá, mig grunaði ekki að svona myndi fara. Miðað við það sem við vissum þá, virtist þetta vera það rétt.“ Fleyg eru orðin: „Það verður að játast að við höfðum ekki réttar upplýsingar um gereyðingarvopnin í Írak. Ég tel ekki ólíklegt að afstaða okkar hefði orðið önnur ef við hefðum vitað hið rétta.“ Samt vissum við það rétta, við sem drógum lærdóma af sögunni. Kjarnorkusprengjan var sögð vísindaafrek, tækniafrek, hernaðarafrek og pólitískt afrek og þeir sem sendu þær af stað sögðust síðar ekki hafa gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar þær gætu haft. Hversu oft og hversu lengi getum við hlustað á þessar afsakanir, þetta vanmat? Stríð er vanabindandi aðferð líkt og heróín er vanabindandi efni. Menn, ríki, þjóðir hervæðast, kveða upp heróp og senda herskip og herþotur af stað til að sleppa sprengjum ... Hertæknin og allt sem henni fyglir er háþróuð tæknivædd birtingarmynd rótgróins valdakerfis. En gallinn er að hertæknin hefur aðeins eitt ráð: vopnuð vörn og vopnuð sókn, ógn og innrás. En hvað viljum við í okkar nafni? Iðka aðra aðferð – því til er önnur tækni sem sjaldan fær fé til þróunarverkefna því hún er neðst í virðingarröðinni. Það er friðartækni. Samt er knýjandi þörf á því að þróa þessa tækni og að ungt fólk nemi friðarlist. Konur eru helstu fórnarlömbin í stríðum – en þegar svokallað „friðarferli“ hefst í löndum þeirra er þeim ýtt til hliðar og þær fá ekki að taka þátt í ákvörðunum um uppbyggingu. Þær vilja nota reynsluna úr stríðunum til að vinna bug á afleiðingum ófriðarins – en ekki til að hefna sín eins og innbyggt er í hertæknina. Ef konum yrði hleypt að myndu þær í samráði við karla geta rofið vítahring stríðsins. Friður er mennska sem flestallir óbreyttir borgarar vilja rækta með sér. Ég óska þess að í okkar nafni leysi friðartæknin hertæknina af hólmi og verði svo þróuð að umfangsmikil friðaráætlun geti hafist á örskotsstundu. Hvarvetna um heiminn verða þá óvopnaðar friðarbækistöðvar og umhverfis jörðina myndu sveima athugul augu friðartungla – og engu verður til sparað. Svo háþróuð verður friðvæðing heimsins í okkar nafni að þegar friðarkallið kemur bregðast leiðtogar framtíðarinnar umhugsunarlaust við og sameinast í friðarbandalagi gegn ofríkinu. Svo öflugt verður þetta friðarkerfi að allar efasemdaraddir kafna. Friðartæknin verður efst í virðingarröðinni. Friðarlist, friðartækni, friðarbandalag, friðarfræði, friðaróp ... Friður verður vanabindandi aðferð. Menn, ríki og þjóðir friðvæðast. Það verður í okkar nafni. Friður í okkar nafni.

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …