BREYTA

Fróðleg mynd

terrorister03Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir um þjóðfélagsleg málefni og hefjast sýningar kl. 18. Í tengslum við myndasýningarnar býður Andspyrnu-fólk upp á grænmetisrétti gegn vægu verði, en tekjurnar renna m.a. til að greiða lögfræðikostnað danskra anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Myndin á þriðjudagskvöldið er Terrorister - en film om dom dömda. Hún er sænsk, með enskum texta og fjallar um ungmenni sem handtekin voru og hlutu dóma eftir fræg and-hnattvæðingarmótmæli í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Rætt er við mótmælendur og rakið hvernig stjórnmálaþátttaka þeirra byrjaði. * * * Meðan á sýningu myndarinnar stendur, geta vinnufúsar hendur varið hluta orku sinnar í að líma á Dagfara, fréttabréf SHA, sem sendur verður út til félagsmanna í kjölfarið. Rétt er því að minna félagsmenn sem flutt hafa búferlum á að tilkynna breytt aðsetur, t.d. með því að senda póst á sha@fridur.is Göngugarpar í röðum félagsmanna eru sömuleiðis hvattir til að gera sér ferð í Friðarhús á þriðjudagskvöldið og sækja Dagfara til útburðar í sínu hverfi. Póstburðargjöld eru svívirðilega há og íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins. Það munar því um hvert blað sem ekki þarf að senda með póstinum.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …