BREYTA

Fróðleg mynd

terrorister03Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir um þjóðfélagsleg málefni og hefjast sýningar kl. 18. Í tengslum við myndasýningarnar býður Andspyrnu-fólk upp á grænmetisrétti gegn vægu verði, en tekjurnar renna m.a. til að greiða lögfræðikostnað danskra anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Myndin á þriðjudagskvöldið er Terrorister - en film om dom dömda. Hún er sænsk, með enskum texta og fjallar um ungmenni sem handtekin voru og hlutu dóma eftir fræg and-hnattvæðingarmótmæli í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Rætt er við mótmælendur og rakið hvernig stjórnmálaþátttaka þeirra byrjaði. * * * Meðan á sýningu myndarinnar stendur, geta vinnufúsar hendur varið hluta orku sinnar í að líma á Dagfara, fréttabréf SHA, sem sendur verður út til félagsmanna í kjölfarið. Rétt er því að minna félagsmenn sem flutt hafa búferlum á að tilkynna breytt aðsetur, t.d. með því að senda póst á sha@fridur.is Göngugarpar í röðum félagsmanna eru sömuleiðis hvattir til að gera sér ferð í Friðarhús á þriðjudagskvöldið og sækja Dagfara til útburðar í sínu hverfi. Póstburðargjöld eru svívirðilega há og íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins. Það munar því um hvert blað sem ekki þarf að senda með póstinum.

Færslur

SHA_forsida_top

Evrópa án kjarnavopna

Evrópa án kjarnavopna

Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Ath. þessi áður auglýsti fundur fellur niður.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Ritstjórn Dagfara fundar

Ritstjórn Dagfara fundar

Fundur í ritstjórn Dagfara í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19. Fundurinn hefst …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.