BREYTA

Fróðleg mynd

terrorister03Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir um þjóðfélagsleg málefni og hefjast sýningar kl. 18. Í tengslum við myndasýningarnar býður Andspyrnu-fólk upp á grænmetisrétti gegn vægu verði, en tekjurnar renna m.a. til að greiða lögfræðikostnað danskra anarkista sem mótmælt hafa lokum Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Myndin á þriðjudagskvöldið er Terrorister - en film om dom dömda. Hún er sænsk, með enskum texta og fjallar um ungmenni sem handtekin voru og hlutu dóma eftir fræg and-hnattvæðingarmótmæli í Gautaborg fyrir nokkrum árum. Rætt er við mótmælendur og rakið hvernig stjórnmálaþátttaka þeirra byrjaði. * * * Meðan á sýningu myndarinnar stendur, geta vinnufúsar hendur varið hluta orku sinnar í að líma á Dagfara, fréttabréf SHA, sem sendur verður út til félagsmanna í kjölfarið. Rétt er því að minna félagsmenn sem flutt hafa búferlum á að tilkynna breytt aðsetur, t.d. með því að senda póst á sha@fridur.is Göngugarpar í röðum félagsmanna eru sömuleiðis hvattir til að gera sér ferð í Friðarhús á þriðjudagskvöldið og sækja Dagfara til útburðar í sínu hverfi. Póstburðargjöld eru svívirðilega há og íþyngjandi fyrir starfsemi félagsins. Það munar því um hvert blað sem ekki þarf að senda með póstinum.

Færslur

SHA_forsida_top

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Frábær skemmtidagskrá á friðarmálsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður kl. 19 á föstudagskvöld, eins og kynnt hefur verið hér á …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Slóvenía

HM Ísland:Slóvenía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði: Ísland út NATO!

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) héldu aðalfund sinn 15. desember og framhaldsaðalfund 19. janúar. Meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinir sívinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss halda áfram á nýju ári. Föstudagskvöldið 26. janúar verður efnt til …

SHA_forsida_top

HM Ísland:Þýskaland

HM Ísland:Þýskaland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM Ísland:Pólland

HM Ísland:Pólland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Túnis

HM, Ísland:Túnis

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Frakkland

HM, Ísland:Frakkland

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Frakkland …

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Úkraína

HM, Ísland:Úkraína

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Úkraína …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Handbolti í Friðarhúsi

Handbolti í Friðarhúsi

Heimsmeistarakeppnin í handbolta karla hefst í Þýskalandi um helgina. Íslenska landsliðið leikur á laugardag, sunnudag …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Í lok mars minnast friðarsinnar upphafs innrásarinnar í Írak og inngöngu Íslands í NATO. Opinn …

SHA_forsida_top

Formsatriði fullnægt

Formsatriði fullnægt

Eins og lesendum þessarar síðu ætti að vera kunnugt, var nafni SHA breytt á landsfundi …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá Samtökum hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 13-15. Heitt á könnunni.