BREYTA

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. Um 35 manns mættu og spunnust talsverðar umræður. Árni Þór hóf fundinn á almennri umfjöllun um þau mál sem helst hafa verið á döfinni á vettvangi utanríkismálanefndar upp á síðkastið eða sem ratað hafa í fréttir fjölmiðla. Talsverður tími fór í að ræða efni svokallaðrar Stoltenberg-skýrslu, sem hinn aldni norski fv. stjórnmálamaður Thorvald Stoltenberg hefur unnið fyrir norrænu utanríkisráðherrana. Í skýrslunni leggur Stoltenberg fram ýmsar tillögur sem ætla má að muni falla hernaðarandstæðingum misjafnlega í geð. Árni Þór taldi að skipta mætti tillögunum upp í fimm meginflokka: i) Norrænt samstarf um friðaruppbyggingu, sem aftur mætti skipta í borgaralega og hernaðarlegan hluta. Augljóst væri að Íslendingar hefðu hvorki vilja né forsendur til að koma að síðarnefnda hlutanum, en öðru máli kynni að gegna um borgaralega þáttinn. ii) Loftrýmiseftirlit við Ísland, en þar gerir Stoltenberg ráð fyrir verulegri þátttöku norrænna hersveita og talar jafnvel um mögulega fasta viðveru þeirra í “herstöðinni í Keflavík”. Þessi nálgun hlýtur að teljast fráleit í huga hernaðarandstæðinga sem telja þotuæfingarnar með öllu óþarfar og óæskilegar. iii) Norrænt samstarf um eftirlit á hafsvæðum, s.s. varðandi gervihnattaeftirlit, rannsóknir á bráðnun íss o.fl. iv) Samstarf á sviði samfélagsöryggis, s.s. eftirlit með stafrænum árásum. v) Gagnkvæm samstöðuyfirlýsing ríkjanna ef á eitt þeirra yrði ráðist – en þetta atriði hafa ýmsir viljað túlka sem tillögu um stofnun varnarbandalags. Talsverðar umræður spunnust um þessar hugmyndir. Sumir fundarmenn vöruðu við því að hér væri á ferðinni en nein örvæntingarfull leit að óvini eða tilraun til að skapa réttlætingu fyrir frekari vígvæðingu og sóun í hernað. Afstaða friðarsinna til þessa máls hlyti þó að mótast að því hvort mögulegt væri að norræn samvinn af þessu tagi gæti orðið til að draga úr þátttöku norrænu ríkjanna þriggja í Nató, en að hún yrði ekki hrein viðbót við þau umsvif sem fyrir eru. Talsvert var rætt um stöðu Varnarmálastofnunar og var það mat Árna Þórs að vegna breyttrar stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar séu ýmsir stjórnmálamenn að endurskoða alvarlega hug sinn til stofnunarinnar. Svo kunni því að fara að verulega verði undið ofan af starfsemi hennar innan skamms, enda séu verkefni hennar ýmist óþörf eða eigi betur heima annars staðar. Hugmyndir um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands voru talsvert ræddar, ekki hvað síst í ljósi nýlegra fregna af árekstri tveggja kafbáta á Atlantshafi. Reynt verður að koma málinu á dagskrá þingsins fyrir kosningar. Nokkuð var rætt um stjórnarskrár, en endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur yfir sem kunnugt er. Í þeirri vinnu mun meðal annars hafa verið rætt um ákvæði sem kæmu í veg fyrir einhliða stuðningsyfirlýsingar ríkisstjórna við stríðsrekstur líkt og gerðist í Íraksmálinu. Margir fundarmenn töldu þó fulla ástæðu til að ganga enn lengra í þessu efni og var þar meðal annars vísað til gamalla tillagna SHA í stjórnarskrármálinu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …