BREYTA

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

CIA Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á heimasíðu sinni, www.bjorn.is: „Frumvarpið snýst að meginefni um stækkun lögregluumdæma og nýskipan þeirra. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um, að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra starfi greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi. Með þessu er að því stefnt, að íslenska lögreglan ráði yfir svipuðum tækjum og lögheimildum og lögregla í nágrannaríkjunum, auk þess sem þetta lýtur að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglu, en þær hafa til dæmis verið skilgreindar af Evrópuráðinu og heimildir til þeirra eru í lögum um réttarfar við meðferð sakamála, en endurskoðun þeirra laga er á lokastigi hér.“ Margir telja að með þessu frumvarpi sé stigið mjög varhugavert skref. Í grein eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson í vefritinu Kistunni í dag, 6. febrúar, segir m.a.: „Það er einnig eftirtektarvert hvernig Björn ræðir um þetta skuggafyrirbæri eins og hvert annað „rannsóknarstarf.” Og ég geri þá ráð fyrir því að það séu rannsóknir á fólki. Í þeim tilvikum þar sem fræðimenn ætla að stunda rannsóknir á fólki þurfa þeir leyfi til þess frá viðeigandi yfirvöldum s.s. eins og Persónuvernd og ekki síst fólkinu sjálfu sem ætlað er að taka þátt í slíkum rannsóknum. Í tilviki Björns geri ég ráð fyrir að ekki verði farið eftir slíkum reglum og er því nærtækara að kalla starf þessarar deildar njósnir. En það er rétta orðið yfir athæfi sem þetta.“ Greinina má nálgast í heild hér. Þá vakti Ögmundur Jónasson máls á þessu á Alþingi í dag með fyrirpurn til ráðherra. Umræðurnar má nálgast hér. Það er full ástæða til að fylgjast vel með framvindu þessa frumvarps og taka höndum saman um að koma í veg fyrir að það verði að lögum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

MFÍK í Friðarhúsi

MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að …

SHA_forsida_top

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues Næstkomandi fimmtudag, 14. október, …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu haustmisseri verður haldinn föstudagskvöldið 24. september. Matseðillinn verður á …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um …

SHA_forsida_top

Myndasýning Íslands-Palestínu

Myndasýning Íslands-Palestínu

Ísland-Palestína stendur fyrir myndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna ECA-umræðu

Ályktun vegna ECA-umræðu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að enn á ný sé hafin umræða um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Um 150 manns sóttu kertafleytingu til minningar fórnarlamba kjarnavopnaárásanna á Hiroshimo og Nagasaki. Þátttakan fór …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn mánudagaskvöldið 9. ágúst kl. 22:30 í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti …

SHA_forsida_top

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands og áhugamaður um friðar- og alþjóðamál …