BREYTA

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

CIA Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á heimasíðu sinni, www.bjorn.is: „Frumvarpið snýst að meginefni um stækkun lögregluumdæma og nýskipan þeirra. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um, að við embætti ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra starfi greiningardeildir til að meta áhættu og sinna greiningu á því, sem tengist alþjóðlegri eða skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi. Með þessu er að því stefnt, að íslenska lögreglan ráði yfir svipuðum tækjum og lögheimildum og lögregla í nágrannaríkjunum, auk þess sem þetta lýtur að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglu, en þær hafa til dæmis verið skilgreindar af Evrópuráðinu og heimildir til þeirra eru í lögum um réttarfar við meðferð sakamála, en endurskoðun þeirra laga er á lokastigi hér.“ Margir telja að með þessu frumvarpi sé stigið mjög varhugavert skref. Í grein eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson í vefritinu Kistunni í dag, 6. febrúar, segir m.a.: „Það er einnig eftirtektarvert hvernig Björn ræðir um þetta skuggafyrirbæri eins og hvert annað „rannsóknarstarf.” Og ég geri þá ráð fyrir því að það séu rannsóknir á fólki. Í þeim tilvikum þar sem fræðimenn ætla að stunda rannsóknir á fólki þurfa þeir leyfi til þess frá viðeigandi yfirvöldum s.s. eins og Persónuvernd og ekki síst fólkinu sjálfu sem ætlað er að taka þátt í slíkum rannsóknum. Í tilviki Björns geri ég ráð fyrir að ekki verði farið eftir slíkum reglum og er því nærtækara að kalla starf þessarar deildar njósnir. En það er rétta orðið yfir athæfi sem þetta.“ Greinina má nálgast í heild hér. Þá vakti Ögmundur Jónasson máls á þessu á Alþingi í dag með fyrirpurn til ráðherra. Umræðurnar má nálgast hér. Það er full ástæða til að fylgjast vel með framvindu þessa frumvarps og taka höndum saman um að koma í veg fyrir að það verði að lögum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …