BREYTA

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

kjarnorkuvopn Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Það fór þó ekki svo að það yrði tekið fyrir þann dag heldur var það 12. mars sem Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mælti fyrir frumvarpinu. Meðflutningsmenn hans eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki: Steingrímur J. Sigfússon, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðjón A. Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristinn H. Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar. Þetta er í rauninni sama frumvarp og lagt var fram fyrir um ári síðan, í febrúar 2008, af nokkrum þingmönnum sömu flokka. Það náðist þó ekki til umræðu á því þingi, enda kom það seint fram, og hæpið er að það náist að afgreiða það á þessu þingi, þar eð svo stutt er til þingloka. Þetta er í níunda sinn sem lagt er fram furmvarp um þetta efni, en það hefur fram að þessu aldrei komið til afgreiðslu, í mesta lagi hefur verið mælt fyrir því og því síðan vísað til nefndar án þess að vera tekið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir samskonar frumvarpi í mars árið 2000. Þá var núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, meðal flutningsmanna. Í umræðum komst þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, svo að orði: „Ég vil jafnframt ítreka að Ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu og hefur þar ákveðnar skuldbindingar. Samþykkt þessa frumvarps samrýmist ekki þeim skuldbindingum eins og áður hefur komið fram við umræðu um málið og ég vil lýsa yfir áframhaldandi andstöðu minni við þetta frumvarp.“ Í ræðu Steingríms þá kom þetta fram: „Ég hygg að þetta frumvarp sé nú flutt í 7. sinn, í það var efnað á árunum 1984 -1985 ef ég man rétt. Þannig háttaði til þegar það var fyrst flutt að þá voru sömuleiðis til umfjöllunar á þingi Nýsjálendinga drög að frumvarpi til laga um friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir því sama, þ.e. friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir kjarnorku- og efnavopnum og takmarkanir á umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þar skildi þó á milli með þessum málum að Nýsjálendingar settu þetta í löggjöf. Þeir kjarnorkufriðlýstu land sitt og urðu að því nokkur eftirmál og ýfingar með Nýsjálendingum og Bandaríkjamönnum einkum og sér í lagi. Þær leiddu nánast til þess að svonefnt varnarbandalag Suðvestur-Kyrrahafsins ANZUS leið undir lok.“ Að lokinni fyrstu umræðu var frumvarpið sent til utanríkismálanefndar og, eins og segir á vef Alþingis: „Er til umfjöllunar í utanríkismálanefnd síðan 04.05.2000.“ Þótt hæpið sé að náist að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi, þá er talsverð von til að hægt verði að taka það aftur upp á næsta þingi og afgreiða það þá. Samtök hernaðarandstæðinga munu fylgjast náið með því. Sjá vef Alþingis 2009, 2008 og 2000. Sjá líka Kjarnorkuvopn og kjarnorkuafvopnun

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …