BREYTA

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

kjarnorkuvopn Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Það fór þó ekki svo að það yrði tekið fyrir þann dag heldur var það 12. mars sem Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mælti fyrir frumvarpinu. Meðflutningsmenn hans eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki: Steingrímur J. Sigfússon, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðjón A. Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristinn H. Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar. Þetta er í rauninni sama frumvarp og lagt var fram fyrir um ári síðan, í febrúar 2008, af nokkrum þingmönnum sömu flokka. Það náðist þó ekki til umræðu á því þingi, enda kom það seint fram, og hæpið er að það náist að afgreiða það á þessu þingi, þar eð svo stutt er til þingloka. Þetta er í níunda sinn sem lagt er fram furmvarp um þetta efni, en það hefur fram að þessu aldrei komið til afgreiðslu, í mesta lagi hefur verið mælt fyrir því og því síðan vísað til nefndar án þess að vera tekið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir samskonar frumvarpi í mars árið 2000. Þá var núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, meðal flutningsmanna. Í umræðum komst þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, svo að orði: „Ég vil jafnframt ítreka að Ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu og hefur þar ákveðnar skuldbindingar. Samþykkt þessa frumvarps samrýmist ekki þeim skuldbindingum eins og áður hefur komið fram við umræðu um málið og ég vil lýsa yfir áframhaldandi andstöðu minni við þetta frumvarp.“ Í ræðu Steingríms þá kom þetta fram: „Ég hygg að þetta frumvarp sé nú flutt í 7. sinn, í það var efnað á árunum 1984 -1985 ef ég man rétt. Þannig háttaði til þegar það var fyrst flutt að þá voru sömuleiðis til umfjöllunar á þingi Nýsjálendinga drög að frumvarpi til laga um friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir því sama, þ.e. friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir kjarnorku- og efnavopnum og takmarkanir á umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þar skildi þó á milli með þessum málum að Nýsjálendingar settu þetta í löggjöf. Þeir kjarnorkufriðlýstu land sitt og urðu að því nokkur eftirmál og ýfingar með Nýsjálendingum og Bandaríkjamönnum einkum og sér í lagi. Þær leiddu nánast til þess að svonefnt varnarbandalag Suðvestur-Kyrrahafsins ANZUS leið undir lok.“ Að lokinni fyrstu umræðu var frumvarpið sent til utanríkismálanefndar og, eins og segir á vef Alþingis: „Er til umfjöllunar í utanríkismálanefnd síðan 04.05.2000.“ Þótt hæpið sé að náist að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi, þá er talsverð von til að hægt verði að taka það aftur upp á næsta þingi og afgreiða það þá. Samtök hernaðarandstæðinga munu fylgjast náið með því. Sjá vef Alþingis 2009, 2008 og 2000. Sjá líka Kjarnorkuvopn og kjarnorkuafvopnun

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …