BREYTA

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

kjarnorkuvopn Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Það fór þó ekki svo að það yrði tekið fyrir þann dag heldur var það 12. mars sem Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mælti fyrir frumvarpinu. Meðflutningsmenn hans eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki: Steingrímur J. Sigfússon, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Guðjón A. Kristjánsson, Höskuldur Þórhallsson, Kristinn H. Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar. Þetta er í rauninni sama frumvarp og lagt var fram fyrir um ári síðan, í febrúar 2008, af nokkrum þingmönnum sömu flokka. Það náðist þó ekki til umræðu á því þingi, enda kom það seint fram, og hæpið er að það náist að afgreiða það á þessu þingi, þar eð svo stutt er til þingloka. Þetta er í níunda sinn sem lagt er fram furmvarp um þetta efni, en það hefur fram að þessu aldrei komið til afgreiðslu, í mesta lagi hefur verið mælt fyrir því og því síðan vísað til nefndar án þess að vera tekið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir samskonar frumvarpi í mars árið 2000. Þá var núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, meðal flutningsmanna. Í umræðum komst þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, svo að orði: „Ég vil jafnframt ítreka að Ísland er aðili að Atlantshafsbandalaginu og hefur þar ákveðnar skuldbindingar. Samþykkt þessa frumvarps samrýmist ekki þeim skuldbindingum eins og áður hefur komið fram við umræðu um málið og ég vil lýsa yfir áframhaldandi andstöðu minni við þetta frumvarp.“ Í ræðu Steingríms þá kom þetta fram: „Ég hygg að þetta frumvarp sé nú flutt í 7. sinn, í það var efnað á árunum 1984 -1985 ef ég man rétt. Þannig háttaði til þegar það var fyrst flutt að þá voru sömuleiðis til umfjöllunar á þingi Nýsjálendinga drög að frumvarpi til laga um friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir því sama, þ.e. friðlýsingu Nýja-Sjálands fyrir kjarnorku- og efnavopnum og takmarkanir á umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þar skildi þó á milli með þessum málum að Nýsjálendingar settu þetta í löggjöf. Þeir kjarnorkufriðlýstu land sitt og urðu að því nokkur eftirmál og ýfingar með Nýsjálendingum og Bandaríkjamönnum einkum og sér í lagi. Þær leiddu nánast til þess að svonefnt varnarbandalag Suðvestur-Kyrrahafsins ANZUS leið undir lok.“ Að lokinni fyrstu umræðu var frumvarpið sent til utanríkismálanefndar og, eins og segir á vef Alþingis: „Er til umfjöllunar í utanríkismálanefnd síðan 04.05.2000.“ Þótt hæpið sé að náist að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi, þá er talsverð von til að hægt verði að taka það aftur upp á næsta þingi og afgreiða það þá. Samtök hernaðarandstæðinga munu fylgjast náið með því. Sjá vef Alþingis 2009, 2008 og 2000. Sjá líka Kjarnorkuvopn og kjarnorkuafvopnun

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …