BREYTA

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til að ræða ástandið í Líbanon. Á fundinum lagði Steingrímur J. Sigfússon fram tillögu sem birt er hér að neðan. Nefndin treysti sér ekki til að afgreiða þessa tillögu heldur var ákveðið að halda annan fund fljótlega með utanríkisráðherra. Má því segja að árangur fundarins hafi verið lítill, en málið er þó komið á dagskrá nefndarinnar. Aumingjaskapur meirihluta utanríkismálanefndar er yfirgengilegur. Þessi fundur var haldinn fjórum dögum eftir fjöldamorðin í Kana og rúmum þremur vikum eftir að árásirnar hófust. Morðin og eyðileggingin halda áfram upp á hvern dag. BBC hefur eftir heilbrigðisráðherra Líbanons í dag að um 750 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Líbanon, flestir óbreyttir borgarar, þ.á.m. fjölmörg börn. Við þetta bætast þeir 19 sem voru drepnir í nótt og í morgun. Jafnframt hafa Ísraelar haldið uppi árásum á Palestínumenn á Gaza og drepið fjölda fólks. 54 Ísraelar, þar af 19 óbreyttir borgarar, hafa fallið í árásum Hizbollah. Heilu fjölskyldurnar eru drepnar í Líbanon, í morgun var fimm manna fjölskylda drepin meðan utanríkismálanefnd sat á fundi sínum. Fjórðungur þjóðarinnar er á flótta. Niðurstaða fundarins var að annar fundur yrði haldin. Hversu margir verða drepnir fram að þeim fundi? Tillaga til ályktunar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs (2. ágúst 2006)
    Utanríkismálanefnd Alþingis vísar til ályktana Alþingis um deilur Ísraels og Palestínumanna frá 18. maí 1989 og 30. apríl 2002. Utanríkismálanefnd krefst þess að Ísrael fallist án skilyrða og tafarlaust á vopnahlé og hætti öllum hernaðaraðgerðum í Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Nefndin hvetur ríkisstjórnina til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir hinu sama. Utanríkimálanefnd beinir því til ríkisstjórnarinnar að taka upp baráttu fyrir því að Allsherjarþing SÞ verði kallað saman á grundvelli ályktunar samtakanna nr. 377 til að samþykkja kröfu um tafarlaust vopnahlé og að blóðsúthellingum, glæpum gegn almennum borgurum og hvers kyns mannréttindabrotum verði þegar í stað hætt. Í framhaldinu verði hafist handa um óháða alþjóðlega rannsókn á atburðum undangenginna daga og vikna á svæðinu.
Þingsályktun Alþingis frá 111. löggjafarþingi:
    1988--89. -- 1058 ár frá stofnun Alþingis. 111. löggjafarþing. -- 102 . mál. Sþ. 1256. Þingsályktun um deilur Ísraels og Palestínumanna. (Afgreidd frá Sþ. 18. maí.) Alþingi ályktar að lýsa áhyggjum sínum yfir því ástandi sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs og telur það stöðuga ógnun við heimsfriðinn. Alþingi skorar á ísraelsk stjórnvöld að koma í veg fyrir manndráp á varnarlausum borgurum og leggur áherslu á að þau virði mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 4. Genfarsáttmálann um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum. Nauðsynlegt er að báðir aðilar forðist ofbeldisverk. Alþingi styður kröfuna um að tafarlaust verði haldin alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila. Nauðsynlegt er að báðir aðilar sýni raunverulegan samkomulagsvilja og viðurkenni rétt hvor annars í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá 29. nóvember 1947 sem ásamt ályktunum öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og nr. 338 frá 1973 eru sá grundvöllur er skapað getur varanlegan frið og öryggi í Austurlöndum nær. Alþingi leggur áherslu á að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og tilverurétt Ísraelsríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Alþingi telur að Ísland eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO.
Þingsályktun Alþingis frá 127. löggjafarþingi:
    Þingsályktun um deilur Ísraels og Palestínumanna. Alþingi lýsir áhyggjum sínum af því ófriðarástandi sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs og fordæmir það ofbeldi sem þar á sér stað. Alþingi leggur áherslu á að öryggi óbreyttra borgara sé tryggt og alþjóðleg mannréttindi virt og telur brýnt að send verði eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóðunum á svæðið í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1405(2002). Alþingi krefst þess að öllum ofbeldisverkum linni, þar á meðal sjálfsmorðsárásum og beitingu hervalds, að Ísrael dragi herlið sitt til baka frá sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna, að deiluaðilar semji um vopnahlé og að hafnar verði friðarviðræður um sjálfstætt ríki Palestínumanna og öryggi Ísraelsríkis innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra í samræmi við nýjustu ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Alþingi vísar til ályktunar sinnar frá 18. maí 1989, ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1397(2002), 1402(2002) og 1403(2002) um leið og það lýsir yfir að þjóðum heims beri að stuðla að því að Ísrael og Palestínumenn leysi úr ágreiningsefnum sínum á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2002.
Ályktun SÞ nr. 377: http://www.un.org/Depts/dhl/landmark/pdf/ares377e.pdf Eftirtaldir þingmenn eiga sæti í utanríkismálanefnd:
    Ágúst Ólafur Ágústsson, Sf, varamaður Bjarni Benediktsson, S, Dagný Jónsdóttir, F, varamaður Drífa Hjartardóttir, S, Guðjón A. Kristjánsson, Fl, varamaður Guðlaugur Þór Þórðarson, S, varamaður Halldór Blöndal, S, form. Hjálmar Árnason, F, varamaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sf, varamaður Jón Gunnarsson, Sf, Jónína Bjartmarz, F, Magnús Stefánsson, F, varaform. Margrét Frímannsdóttir, Sf, varamaður Sigurður Kári Kristjánsson, S, varamaður Sigurrós Þorgrímsdóttir, S, varamaður Steingrímur J. Sigfússon, Vg, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sf, Össur Skarphéðinsson, Sf,

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …