BREYTA

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja og þaka þátt í alþjóðadegi til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttindum og hittast fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, kl 17:00. Alþjóðaaðgerðadagurinn til stuðnings Tíbet er haldinn til að vekja athygli á að nærri 1,5 miljón manna hafa skráð nöfn sín á lista Avaaz Tibet petition, sem kallar á hófsemi í aðgerðum, að mannréttindi séu virt og að kínversk yfirvöld hefji samræður við Dalai Lama. Samskonar aðgerðir verða haldnar um heim allan og kínverskum yfirvöldum afhentur þessi listi á táknrænan máta, Eftir stutt stopp við kínverska sendiráðið verður gengið saman að Alþingi þar sem að opið bréf verður afhent til Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra. Í bréfinu verða eftirfarandi spurningar; 1. Er rétt að fórna mannréttindum fyrir viðskiptahagsmuni. Styðjið þið það? 2. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera til að hjálpa Tíbetum í þeirra baráttu fyrir mannréttindum? Sama bréf verður síðan sent á alla alþingismenn allra flokka, þar sem þeir eru hvattir til að svara þessum spurningum samviskusamlega og svör þeirra verða svo birt á netinu. Það hefur ríkt mikil þögn hérlendis meðal ráðamanna og enginn flokkur tekið skýra afstöðu með málstað Tíbeta. Við köllum eftir þverpólitískum stuðningi gagnvart baráttu þeirra og að íslenskir ráðamenn hvetji kínversk yfirvöld til að hefja samræður við Dalai Lama nú þegar.

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …