BREYTA

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára afmæli Íraksstríðsins. Efni fundarins var fyrirlestur Elíasar Davíðssonar: „Er hryðjuverkaógnin raunveruleg?“ Um 20 manns hlýddi á Elías. Hann talar blaðalaust kringum punkta sem hann varpar á vegg auk þess sem hann sýndi eina stutta heimildakvikmynd. Nokkur atriði í máli hans voru sem hér segir: Hann sýndi hvernig hryðjuverkaógnin er nú skilgreind sem meginógn og viðfangsefni öryggismála af Öryggisráði SÞ, einnig m.a. af NATO og ESB. Næst sýndi hann fram á hvernig dauðsföll af völdum hryðjuverka í heiminum eru hverfandi fá og lítilmótlegar stærðir miðað við flestar aðrar tegundir ótímabærra dauðsfalla. Sérstaða hryðjuverka er að þau eru blásin upp af skipulegum áróðri stjórnvalda og ráðandi fréttastofa út yfir öll tilefni og þó sérstaklega „hættan“ á ókomnum hryðjuverkum. Elías gerði síðan greinarmun á raunverulegum hryðjuverkum andófsmanna og sviðsettum hryðjuverkum stjórnvalda og leyniþjónusta. Hann rakti allangan lista hinna síðarenfndu á 20. öld, nefndi einnig sannanlega sviðsett hryðjuverk hernámsaflanna í Írak og leiddi rök að því að slíkt væri nú mjög stundað til að gefa mynd af andspyrnu Íraka sem gagnkvæmu „ofbeldi trúarhópa“, og um al-Qaeda sem afsprengi bandarískrar leyniþjónustu. rumsfieldAlmennt telur Elías að herfræði þeirra sem nú leiða „stríðið gegn hryðjuverkum“ sé að skapa þá „mynd af óvininum“ sem hentar þeim. Nú er sú mynd af heittrúuðum múslima sem laumast um alls staðar og hvergi á meðal vor, stórhættulegur öryggi borgaranna. Þessi goðsögn er síðan skipulega notuð til að herða eftirlit með alþýðunni og taka hart á öllu andófi. Kjörorðið um baráttu gegn hryðjuverkamönnum virðist vera gripið fagnandi af valdamönnum um heim allan; það auðveldar þeim stjórnun og undirokun. Í öðru lagi er „hryðjuverkaógnin“ skilgreind af vestrænum stjórnvöldum og fréttastofum sem vopnuð barátta gegn vestrænum hagsmunum og „vinveittum“ ríkisstjórnum. Hin nýja áróðurssókn felst í því að stimpla slíka andspyrnu sem „hryðjuverk“ sem „alþjóðasamfélagið“ þurfi að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Seinni hluti erindisins fór í 11. september sem Elías færir rök fyrir að sé einmitt eitt slíkt sviðsett hryðjuverk. Hann sýnir fyrst og fremst hvernig hin opinbera útgáfa atburðanna getur með engu móti staðist. Rökfærsla þeirra sem hafna opinberu skýringunni er ekki síst byggingarfræðilegs eðlis: Stálstrengjabyggingar sem falla lóðrétt saman með hraða fallandi steins og breytast í mjöl og fínt ryk geta ekki verið að falla af völdum holu eftir flugvélarskrokk og mjög afmarkaðs eldsvoða ofarlega í þeim. Elías sýndi einnig stutta heimildakvikmynd frá hinum dramatíska degi þar sem fjöldi manns, m.a. á vettvangi, vitnaði um sprengingar miklu neðar í byggingunum. Allur sá vitnisburður um sprengingar er hins vegar fjarverandi í skýrslum opinberra rannsóknanefnda eftir atburðina. Hvernig sem hinir dularfullu atburðir eru til komnir komu þeir eins og eftir pöntun og urðu átylla nýrrar stórsóknar bandarískrar hernaðar- og heimsvaldastefnu með útlit fyrir enn miklu stærri stríð í náinni framtíð. Einkum vegna þessa er það orðin krafa heimsvaldaandstæðinga að það dómsmál verði tekið upp og upplýst að fullu. Rökfærsla Elíasar var föst og þung og spurningar hans knýjandi. Afar góður rómur var gerður að fyrirlestrinum. Þórarinn Hjartarson

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …