BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …