BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …