BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …