BREYTA

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um kostnað við eftirlitsflug franskra herþota hér og réttarstöðu frönsku hersveitarinnar, m.a. með tilliti til vopnaburðar og heimilda til að stöðva ferðir flugvéla hér við land. Utanríkisráðherra skaut sér að mestu undan því að svara seinni hluta fyrirspurnarinnar, en afsakaði þetta dæmalausa fíflaverk svo: „Hvað varðar þessa frönsku sveit sem hingað er komin þá er hún komin í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst á vettvangi NATO eftir að forsætisráðherra hafði óskað eftir því að NATO legði á það mat með hvaða hætti við þyrftum að halda úti eftirliti með lofthelgi okkar á Íslandi þannig að viðunandi væri. Niðurstaða NATO varð sú að við þyrftum að hafa ratsjáreftirlitskerfi sem væri tengt við NATINATS eftirlitskerfi NATO í Evrópu og síðan flugsveitir til eftirlits ársfjórðungslega, það mundi vera við hæfi. Eftir þessu er unnið. Nú er komin hingað frönsk sveit eins og hér hefur réttilega komið fram. Ég held að það hljóti að teljast nokkur tíðindi að Frakkar séu komnir hingað með eftirlitssveit sína. Þetta er í fyrsta skipti sem aðrir en bandarískar sveitir hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi og er reyndar liður í Evrópuvæðingu öryggis- og varnarmála okkar og það merkilega við þetta er líka að Frakkar hafa hingað til staðið fyrir utan hermálanefnd NATO og ekki verið þátttakendur í því starfi. Kostnaður, samkvæmt ramma fjárlaga í utanríkisráðuneytinu, við allt eftirlit í lofthelgi, er 200 millj. kr. og ekki er gert ráð fyrir því að fara fram úr þeim ramma.“ Sjá nánar: www.althingi.is/altext/135/05/l06133651.sgml Fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins um eftirlitsflugið - eða loftrýmisgæsluna - er að finna á vef ráðuneytisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …