BREYTA

G-8 og hreyfing hreyfinganna

No G8 Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem eiga það sameiginlegt að berjast fyrir betri og friðsamlegri framtíð. Þriðjudagskvöldið 30. maí verður haldinn áhugaverður fundur í Friðarhúsi þar sem rætt verður um baráttuna gegn G8-hópnum. Í kynningu fundarbjóðenda segir: Árlega hittast leiðtogar átta ríkustu, iðnvæddustu og valdamestu ríkja heims, G-8 ríkjanna. Síðan 1998 hafa þessir leiðtogafundir mætt andspyrnu hvar sem þeir eru haldnir, en hreyfingin sem berst gegn þeim er öðrum þræði nefnd "hreyfing hreyfinganna". Mannréttinda- og friðarsamtök, hagsmunasamtök sem berjast fyrir réttindum flóttamanna og félagslegu réttlæti eru meðal þeirra fjölmörgu hópa sem hafa tekið höndum saman og komið sér saman um að koma málefnum sínum á framfæri og berjast gegn kapítalisma, heimsvaldastefnu og hnattvæðingu við þessi tilefni. 2007 verður fundurinn haldinn í Þýskalandi og þegar er skipulagning mótmæla hafin og hópar og einstaklingar eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast. Hvað er G8? Hvers vegna að mótmæla? Kemur þetta okkur við? Kynning, kvikmyndir og umræður eftir á. Allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Sjá nánar: http://g8-2006.plentyfact.net http://www.g8-2007.de

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi