BREYTA

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta síðustu ára er gagneldflaugavarnarkerfið - stjörnustríðsáætlunin svokallaða - sem Bandaríkjamenn eru nú óða önn að koma upp í Austur-Evrópu. Eins og gefur að skilja brýtur það gegn ABM-samningnum svokallaða um takmörkun gagneldflauga og gegn vígbúnaði í geimnum, sem Bandaríkjamenn eru aðilar að, auk þess sem það er í andstöðu við Samninginn um takmörkun kjarnorkuvopna (NPT), enda leiðir eldflaugavarnarkerfið fyrirsjáanlega til þess að aðrar þjóðir sjá sig knúnar til að auka kjarnorkuvígbúnað sinn á móti. Eini ljósi punkturinn í uppbyggingu kerfisins er sennilega að hingað til hefur kerfið reynst algjörlega gagnslaust, þrátt fyrir stanslausar tilraunir í meira en 25 ár sem kostað hafa á bilinu 107 og 150 milljarða bandaríkjadala (það er u.þ.b. tvöföld landsframleiðsla Íslands í fyrra). Ef hervæðing væri rökleg og byggðist á raunverulegum ógnum en ekki móðursýki og hagsmunum vopnaframleiðenda, þá hefði kerfið því engin áhrif á vígvæðingu annarra ríkja. Það er því miður ekki tilfellið; Rússar svöruðu þessum áformum til dæmis nýlega með því að draga sig út úr Samningnum um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og auka viðbúnað sinn. Norðmenn hafa lagst gegn kerfinu á vettvangi NATO, enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála norsku rauðgrænu ríkisstjórnarinnar. Margir vonuðust til að íslensk stjórnvöld gerðu hið sama eða tækju í það minnsta undir með Norðmönnum. En í Kastljósþætti mánudaginn 25. ágúst var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, spurð um gagneldflaugakerfið og aðkomu NATO. Ingibjörg kannaðist ekki við að málið hefði verið rætt á vettvangi NATO og gaf í skyn að hún kæmi ekki til með að styðja slíkt kerfi ef það kæmi til umræðu innan hernaðarbandalagsins. Þetta kom mörgum í opna skjöldu því þarna talaði sami utanríkisráðherra og fór í vor á fund NATO í Búkarest - fljúgandi í einkaþotu eins og frægt er orðið - þar sem ein af helstu niðurstöðunum var einmitt að bandalagið tók undir nauðsyn þess að koma gagneldflaugakerfinu á. Orðrétt segir í ályktun fundarins: „We recognise the substantial contribution to the protection of Allies from long-range ballistic missiles to be provided by the planned deployment of European-based United States missile defence assets.“ Þetta var ein allra umdeildasta og umræddasta niðurstaða fundarins og afar ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að utanríkisráðherra með allt sitt fylgdarlið úr einkaþotunni hafi ekki tekið eftir því sem meðaljóninn heima í stofu gat vitað með því að lesa dagblöð og hlusta á fréttir. Tvær meginskýringar koma þá til greina: (1) Utanríkisráðherra sat ekki fundinn (og fór þá væntanlega sem túristi til Rúmeníu - ekki amalegt að gera það í einkaþotu). (2) Gagneldflaugamálið er enn eitt dæmið um tvískinnunginn í utanríkisstefnu íslensku ríkisstjórnarinnar, sem snýst um að taka aldrei sjálfstæða afstöðu á alþjóðlegum vettvangi en gorta sig svo heima fyrir af „virkri utanríkisstefnu“ eins og það heitir nú á nýmáli utanríkisráðherra. Aths. ritstjóra Friðarvefsins: Þess má geta í framhaldi af þessari grein Finns Dellsén að 14. apríl 2008, í kjölfar Búkarestfundarins, sendu SHA utanríkisráðherra, forsætisráðherra og formanni og varaformanni utanríkismálanefndar bréf með fyrirspurnum um afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar varðandi ýmis atriði í yfirlýsingu fundarins, þar á meðal það sem hér er gert að umræðu. Bréfið er að finna hér. Sjá einnig grein hér á Friðarvefnum 26. ágúst, „Misminni utanríkisráðherra“

Færslur

SHA_forsida_top

Evrópa án kjarnavopna

Evrópa án kjarnavopna

Undanfarið hafa borast fréttir af uppsetningu gagnflaugakerfis í Evrópu á vegum Bandaríkjanna. Þetta eru …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Ath. þessi áður auglýsti fundur fellur niður.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna sýnir heimildarmyndir í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Borðhald hefst að venju …

SHA_forsida_top

Ritstjórn Dagfara fundar

Ritstjórn Dagfara fundar

Fundur í ritstjórn Dagfara í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsinu miðvikudaginn 16.maí kl. 19. Fundurinn hefst …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? IV. hluti, hermennskutilburðir og friðargæsla

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó

Róttæklingabíó

Bókasafnið Andspyrna stendur fyrir sýningum á heimildarmyndum um anarkisma og róttæka þjóðfélagsbaráttu.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.