BREYTA

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi Þjóðveldisflokksins og forystumaður í færeyskum stjórnmálum um langt árabil. Þjóðveldisflokkurinn hefur verið lengst til vinstri á pólitíska litrófinu í Færeyjum og jafnframt sú hreyfing sem róttækust hefur verið í sjálfstæðismálum eyjanna. Tilefni þess að Högni, sem talar afbragðsgóða íslensku, var fenginn til fundarins voru fregnir sem bárust nýverið um að dönsk yfirvöld vildu heimila Nató og Bandaríkjamönnum að koma upp ratstjárstöðvum í Færeyjum. Slíkar stöðvar voru reknar þar í landi stóran hluta kalda stríðsins með tilheyrandi viðveru bandarískra hermanna, en starfsemi þeirri var hætt skömmu eftir aldamót. Högni rakti vel sögu hermálsins í Færeyjum og hvernig dönsk yfirvöld hafa alla tíð ráðskast með Færeyjar og Grænland þegar kemur að hernaðarmálefnum án nokkurs samráðs við heimamenn. Benti hann á að Danir hefðu í raun leikið þann leik að leggja til land undir hernaðarmannvirki á báðum stöðum og komist þannig hjá því að borga jafnmikið til hernaðarmála og reksturs Nató. Pólitíska staðan í Færeyjum er flókin. Stjórnarandstöðuflokkarnir Jafnaðarmenn og Þjóðveldisflokkurinn eru alfarið á móti öllum áformum í þessa átt, en sumir ríkisstjórnarflokkarnir eru til í að samþykkja hvað það sem Danir leggja til í þessum málum. Stóra spurningin er um afstöðu Fólkaflokksins, sem svarar um margt til Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Líklegt er talið að sá flokkur kunni að standa gegn nýjum ratsjárstöðvum, sem þar með nytu ekki meirihlutastuðnings á þinginu. Afstaða almennings er einarðari. Mikill meirihluti er á móti hugmyndum þessum, en andstaðan er þó meiri við framkvæmdir sem ákveðnar væru einhliða af Nató og Dönum heldur en ef Færeyingar yrðu hafðir með í ráðum. Pólítísku átökin um málið á þingi munu eiga sér stað nú í sumarbyrjun en síðar í sumar eru fyrirhuguð stór mótmæli í grennd við gömlu ratstjárstöðina frá kaldastríðstímanum. Samtök hernaðarandstæðinga munu fylgjast grannt með þessu máli.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …