BREYTA

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi Þjóðveldisflokksins og forystumaður í færeyskum stjórnmálum um langt árabil. Þjóðveldisflokkurinn hefur verið lengst til vinstri á pólitíska litrófinu í Færeyjum og jafnframt sú hreyfing sem róttækust hefur verið í sjálfstæðismálum eyjanna. Tilefni þess að Högni, sem talar afbragðsgóða íslensku, var fenginn til fundarins voru fregnir sem bárust nýverið um að dönsk yfirvöld vildu heimila Nató og Bandaríkjamönnum að koma upp ratstjárstöðvum í Færeyjum. Slíkar stöðvar voru reknar þar í landi stóran hluta kalda stríðsins með tilheyrandi viðveru bandarískra hermanna, en starfsemi þeirri var hætt skömmu eftir aldamót. Högni rakti vel sögu hermálsins í Færeyjum og hvernig dönsk yfirvöld hafa alla tíð ráðskast með Færeyjar og Grænland þegar kemur að hernaðarmálefnum án nokkurs samráðs við heimamenn. Benti hann á að Danir hefðu í raun leikið þann leik að leggja til land undir hernaðarmannvirki á báðum stöðum og komist þannig hjá því að borga jafnmikið til hernaðarmála og reksturs Nató. Pólitíska staðan í Færeyjum er flókin. Stjórnarandstöðuflokkarnir Jafnaðarmenn og Þjóðveldisflokkurinn eru alfarið á móti öllum áformum í þessa átt, en sumir ríkisstjórnarflokkarnir eru til í að samþykkja hvað það sem Danir leggja til í þessum málum. Stóra spurningin er um afstöðu Fólkaflokksins, sem svarar um margt til Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Líklegt er talið að sá flokkur kunni að standa gegn nýjum ratsjárstöðvum, sem þar með nytu ekki meirihlutastuðnings á þinginu. Afstaða almennings er einarðari. Mikill meirihluti er á móti hugmyndum þessum, en andstaðan er þó meiri við framkvæmdir sem ákveðnar væru einhliða af Nató og Dönum heldur en ef Færeyingar yrðu hafðir með í ráðum. Pólítísku átökin um málið á þingi munu eiga sér stað nú í sumarbyrjun en síðar í sumar eru fyrirhuguð stór mótmæli í grennd við gömlu ratstjárstöðina frá kaldastríðstímanum. Samtök hernaðarandstæðinga munu fylgjast grannt með þessu máli.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …