BREYTA

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að samtökunum Mayors for Peace, sem berjast fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna í veröldinni. Við í Samtökum hernaðarandstæðinga fögnum þessum fregnum sérstaklega, enda langt síðan við hvöttum Reykjavíkurborg til þess að stíga þetta skref. Það var á árinu 2000 sem Sverrir Jakobsson og Einar Ólafsson, þá formaður og ritari SHA, gengu á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Með í för höfðu þeir kynningarefni um samtökin sem snarað hafði verið á íslensku ásamt leiðbeiningum um hvað í aðildinni fælist. Borgarstjóri tók ágætlega í hugmyndina, en málið sofnaði í borgarkerfinu og náði því ekki fram að ganga. Betur gekk þó með hitt aðalerindi fundarins, þar sem SHA hvöttu til þess að Reykjavíkurborg yrði friðlýst fyrir geymslu og umferð kjarnorkuvopna. Náði það fljótlega fram að ganga og var samþykkt í borgarstjórn með öllum greiddum atkvæðum nema einu. En nú, tíu árum síðar hefur þetta gamla baráttumál SHA náð fram að ganga. Því ber að fagna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …