BREYTA

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

notowar Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, innrás Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja með fulltingi lufsulegra þýja, svokallaðra viljugra eða staðfasta ríkja, eins og íslensku ríkisstjórnarinnar undir forystu Davíð Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og megi skömm þeirra lengi uppi vera. Nú, fjórum árum seinna, líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af því að tugir óbreyttra borgara falli eða örkumlist – þessar fréttir eru farnar að líða hjá skynfærum hins almenna borgara rétt eins og fréttirnar af Nasdaq-vístölunni. Það verður ekki framhjá því litið að íslenska ríkisstjórnin er samábyrg vegna dauða og örkumla hundruð þúsunda almennra borgara í Írak auk hermanna frá ýmsum löndum. Þessi innrás hófst þrátt fyrir mestu mótmælaaðgerðir sögunnar. Kannski má segja að mótmælaaðgerðir vegna Víetnamstríðsins hafi verið meiri, en aldrei hafa verið jafn víðtækar og fjölmennar mótmælaaðgerðir á jafnstuttum tíma og voru veturinn 2002 til 2003. Ekki tókst þó að koma í veg fyrir innrásina. Verkinu er því ekki lokið. Rétt eins og mótmæli á Vesturlöndum áttu sinn þátt í að binda endi á Víetnamstríðið getum við hugsanlega lagt okkar að mörkum til að stytta þann hörmungartíma sem rann upp í Írak með innrásinni 20. mars 2003 – og var raunar hafinn miklu fyrr með viðskiptabanninu í kjölfar fyrra Persaflóastríðsins. Sem betur fer er hreyfingin, sem varð til gegn þessu stríði, enn í fullu fjöri. Víða um heim eru ýmiskonar aðgerðir nú þessa dagana. Hér skulu nefndar aðgerðir í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum: Bandaríkin: Mótmælafundur við Pentagon í Washington laugardaginn 17. mars. Sjá A.N.S.W.E.R. Á heimasíðu United for Peace and Justice er listi yfir fyrirhugaðar aðgerðir á meira þúsund stöðum í Bandaríkjunum. England: Á Englandi hefur að undanförnu farið saman barátta gegn endurnýjun Trident-kjarnorkusprengjuflauganna, gegn Írakstríðinu og þátttöku Breta í því og gegn áformum Bandaríkjamanna um innrás í Íran. Miðvikudaginn 14. mars voru mótmæli gegn endurnýjun Trident-flauganna. Þriðjudaginn 20. mars verður svokallað almannaþing í London til að ræða Írak, fyrirhugaða innrás í Íran og utanríkisstefnu Bretlands eftir Blair. Sjá Stop the War Coalition og Campaign for Nuclear Disarmament. Rétt er að geta þess að 27. janúar voru gífurlega fjölmennar mótmælaaðgerðir í Washington gegn stríðinu, talið er að allt að hálf milljón manns hafi tekið þátt í þeim og 24. febrúar tóku allt að 100 þúsund manns þátt í mótmælaðgerðum í London. gegnstridi danm 20070317 Danmörk laugardaginn 17. mars: útifundir í Álaborg, Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og Rönne. Allir danskir hermenn heim, nú! Sjá Nej til krig. gegnstridi sverige 20070317 Svíþjóð laugardaginn 17. mars: útifundir í Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey og víðar. Bandaríkin út úr Írak. Nätverket Mot Krig. Sjá myndir hér og hér. gegnstridi irland 20070324 Írland laugardaginn 24. mars: Írland láti af stuðningi við stríðið, bandaríski herinn burt frá Shannon-flugvelli! Irish Anti War Movement gegnstridi belgia 20070318 Belgía sunnudaginn 18. mars. Útifundur í Brussel. Stop USA, Coordination Nationale d'Action pour la Paix et la Démocratie, Mother Earth. Grikkland laugardaginn 17. mars: 17 Μάρτη, Πανελλαδικό Αντιπολεμικό Συλλαλητήριο, Αθήνα, Πλ. Συντάγματος 2:00 μμ. www.stop-the-war.gr Ítalía laugardaginn 17. mars: útifundur í Róm. Þar er lögð áhersla á að Ítalir dragi herlið sitt til baka frá Afganistan, en það hefur verið deilumál þar að undanförnu. 17 MARZO A ROMA P.za della Repubblica ore 15 MANIFESTAZIONE NAZIONALE per il ritiro delle truppe dall’Afghanistan e da tutti i fronti di guerra. Confedarazione Cobas

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi