BREYTA

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

notowar Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, innrás Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri ríkja með fulltingi lufsulegra þýja, svokallaðra viljugra eða staðfasta ríkja, eins og íslensku ríkisstjórnarinnar undir forystu Davíð Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og megi skömm þeirra lengi uppi vera. Nú, fjórum árum seinna, líður varla sá dagur að ekki berist fréttir af því að tugir óbreyttra borgara falli eða örkumlist – þessar fréttir eru farnar að líða hjá skynfærum hins almenna borgara rétt eins og fréttirnar af Nasdaq-vístölunni. Það verður ekki framhjá því litið að íslenska ríkisstjórnin er samábyrg vegna dauða og örkumla hundruð þúsunda almennra borgara í Írak auk hermanna frá ýmsum löndum. Þessi innrás hófst þrátt fyrir mestu mótmælaaðgerðir sögunnar. Kannski má segja að mótmælaaðgerðir vegna Víetnamstríðsins hafi verið meiri, en aldrei hafa verið jafn víðtækar og fjölmennar mótmælaaðgerðir á jafnstuttum tíma og voru veturinn 2002 til 2003. Ekki tókst þó að koma í veg fyrir innrásina. Verkinu er því ekki lokið. Rétt eins og mótmæli á Vesturlöndum áttu sinn þátt í að binda endi á Víetnamstríðið getum við hugsanlega lagt okkar að mörkum til að stytta þann hörmungartíma sem rann upp í Írak með innrásinni 20. mars 2003 – og var raunar hafinn miklu fyrr með viðskiptabanninu í kjölfar fyrra Persaflóastríðsins. Sem betur fer er hreyfingin, sem varð til gegn þessu stríði, enn í fullu fjöri. Víða um heim eru ýmiskonar aðgerðir nú þessa dagana. Hér skulu nefndar aðgerðir í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum: Bandaríkin: Mótmælafundur við Pentagon í Washington laugardaginn 17. mars. Sjá A.N.S.W.E.R. Á heimasíðu United for Peace and Justice er listi yfir fyrirhugaðar aðgerðir á meira þúsund stöðum í Bandaríkjunum. England: Á Englandi hefur að undanförnu farið saman barátta gegn endurnýjun Trident-kjarnorkusprengjuflauganna, gegn Írakstríðinu og þátttöku Breta í því og gegn áformum Bandaríkjamanna um innrás í Íran. Miðvikudaginn 14. mars voru mótmæli gegn endurnýjun Trident-flauganna. Þriðjudaginn 20. mars verður svokallað almannaþing í London til að ræða Írak, fyrirhugaða innrás í Íran og utanríkisstefnu Bretlands eftir Blair. Sjá Stop the War Coalition og Campaign for Nuclear Disarmament. Rétt er að geta þess að 27. janúar voru gífurlega fjölmennar mótmælaaðgerðir í Washington gegn stríðinu, talið er að allt að hálf milljón manns hafi tekið þátt í þeim og 24. febrúar tóku allt að 100 þúsund manns þátt í mótmælaðgerðum í London. gegnstridi danm 20070317 Danmörk laugardaginn 17. mars: útifundir í Álaborg, Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og Rönne. Allir danskir hermenn heim, nú! Sjá Nej til krig. gegnstridi sverige 20070317 Svíþjóð laugardaginn 17. mars: útifundir í Stokkhólmi, Gautaborg, Málmey og víðar. Bandaríkin út úr Írak. Nätverket Mot Krig. Sjá myndir hér og hér. gegnstridi irland 20070324 Írland laugardaginn 24. mars: Írland láti af stuðningi við stríðið, bandaríski herinn burt frá Shannon-flugvelli! Irish Anti War Movement gegnstridi belgia 20070318 Belgía sunnudaginn 18. mars. Útifundur í Brussel. Stop USA, Coordination Nationale d'Action pour la Paix et la Démocratie, Mother Earth. Grikkland laugardaginn 17. mars: 17 Μάρτη, Πανελλαδικό Αντιπολεμικό Συλλαλητήριο, Αθήνα, Πλ. Συντάγματος 2:00 μμ. www.stop-the-war.gr Ítalía laugardaginn 17. mars: útifundur í Róm. Þar er lögð áhersla á að Ítalir dragi herlið sitt til baka frá Afganistan, en það hefur verið deilumál þar að undanförnu. 17 MARZO A ROMA P.za della Repubblica ore 15 MANIFESTAZIONE NAZIONALE per il ritiro delle truppe dall’Afghanistan e da tutti i fronti di guerra. Confedarazione Cobas

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.