BREYTA

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú. Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir göngunni í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðarhreyfingarnar selja kerti fyrir göngufólk á Hlemmi. Í lok göngu verður fundur við Austurvöll þar sem Guðrún Margrét Guðmundsdóttir flytur ávarp. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn kórstjórans Þorgerðar Ingólfsdóttur. Friðargangan á Ísafirði leggur af stað frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00 og er gengið niður á Silfurtorg. Þar verður hefðbundin dagskra með tónlistarflutningi, ljóðalestri og hugvekju sem Pétur Markan flytur að þessu sinni. Á Akureyri stendur Friðarframtak fyrir blysför í þágur friðar Akureyri. Hún hefst klukkan 20 frá Samkomuhúsinu Hafnarstræti og er gengið út á Ráðhústorg. Ræðumaður er dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur. Samstarfshópur friðarhreyfinga minnir á að málstaður og rök friðarsinna skipta jafn miklu máli nú og fyrir þrjátíu árum. Stöðugt berast fregnir af ofbeldisverkum þjóða á milli og innan samfélaga. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist á hernaðarátökum í heiminum. Samstarfshópur friðarhreyfinga:
  • Félag leikskólakennara.
  • Friðar- og mannréttindahópur BSRB
  • Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
  • Menningar og friðarsamtökin MFÍK
  • Samhljómur menningarheima
  • Samtök hernaðarandstæðinga
  • SGI á Íslandi mannúðar og friðarsamtök búddista
Nánari upplýsingar gefa:
  • Ingibjörg Haraldsdóttir. Sími: 8495273/5528653
  • Guðrún V. Bóasdóttir. Sími: 8919809
  • Stefán Pálsson. Sími: 6636875

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.