BREYTA

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að sögn The Washington Post áætluðu skipuleggjendur að 200 þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum, en ágiskun lögreglunnar var um 150 þúsund. Mótmæli þessi hljóta að valda stjórnvöldum í Washington, enda stutt síðan skoðanakannanir vestra leiddu í ljós að tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum telja stefnu Bush-stjórnarinnar í Írak leiða þjóðina út í ógöngur. 60% þjóðarinnar telur innrásina hafa verið mistök. Um niðurstöður könnunarinnar má lesa nánar hér Skoðanakannanir leiða í ljós að bandaríska þjóðin er andsnúin stríðinu, hún telur það hafa staðið of lengi, óttast að hersveitirnar séu fastar þar til frambúðar og vill kalla þær heim eins skjótt og auðið er. Í ljósi þessa skýra meirihlutavilja skýtur skökku við að bæði Repúblikanar og Demókratar á þingi virðast sameinast um að vilja fjölga hermönnum í Írak - eina deiluefnið er hversu mikil aukningin skuli vera. Sú sérkennilega staða virðist komin upp í bandarískum stjórnmálum að hyldýpisgjá hefur myndast milli stjórnmálaflokkanna og almennings. Í mótmælunum um helgina voru engir þungavigtarstjórnmálamenn á mælendaskránni. Stuðningsmenn stríðsins eru ráðandi á þingi og í fjölmiðlum. Engu að síður vex fylgið við stríðsandstæðinga hröðum skrefum. Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …