BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …