BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.