BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.