BREYTA

Gæluverkefni sett á ís?

images 04Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af niðurgreiddar herflugsæfingar Natóherja hér á landi, sem hlotið hefur þann uppskrúfaða titil “loftrýmiseftirlit”. Samtök hernaðarandstæðinga hafa alla tíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa að heræfingum þessum og bent á hversu fráleit sóun þær séu á skattfé borgaranna. SHA hafa bent á að æfingar Natóflugsveita hafi engu jákvæðu hlutverki að gegna fyrir íslenskt samfélag og tryggi hvorki öryggi lands né þjóðar með neinum hætti. Sú kenning hefur verið reifuð á þessum vettvangi að áhugi íslenskra stjórnvalda á slíkum æfingum byggist fyrst og fremst á flottræfilshætti og þeirri hugmynd að til að vera “þjóð meðal þjóða” þurfi Íslendingar að geta státað af vígvélum – eða í það minnsta fengið þær leigðar eins og nokkrar vikur í senn. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins nú renna stoðum undir þessa kenningu. Þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu, reynast stjórnvöld skyndilega fús til að viðurkenna tilgangsleysi “loftrýmiseftirlitsins”. Heræfingar þessar voru dýr munaður – gæluverkefni sem vígfús stjórnvöld gátu leyft sér á þenslutímum. Blessunarlega var slökkt á hreyflum herþotna ríkisstjórnar Íslands um leið og einkaþotur útrásarvíkinganna voru lagðar til hliðar. Rökrétt næsta skref er að íslensk stjórnvöld leiðrétti mistök sín frá vormánuðum og leysi upp nýstofnaða Varnarmálastofnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.