BREYTA

Gott ár hjá Njarðvíkingum

umfnlogoÁ velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í gær var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Margir þeirra sem fram komu teljast gamalkunnir gestir á samkomum herstöðvaandstæðinga, það gildir þó ekki um Kristján Pálsson fv. þingmann Sjálfstæðisflokksins sem flutti fróðlegt erindi á sögulegum nótum. Kristján leggur um þessar mundir stund á nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og er að skrifa lokaritgerð um viðbrögð Suðurnesjamanna við komu hersins 1951 og næstu ár þar á eftir. Meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns var að Ungmennafélag Njarðvíkur var iðið við að álykta gegn hersetunni og reyndi að fá önnur félög innan ungmennahreyfingarinnar til að taka málið upp. Ályktanir Ungmennafélagsins og raunar einnig Kvennfélags Njarðvíkur rötuðu á síður Þjóðviljans, sem hældi félögunum á hvert reipi fyrir að standa í lappirnar í baráttunni gegn hinum ameríska her. Í ljósi þessarar forsögu er óhætt að kalla árið 2006 sigurár fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur. Ekki aðeins tryggði karlalið félagsins sér sigur í Íslandsmótinu í körfubolta, heldur virðist hið gamla baráttumál félagsins um brottför hersins ætla að ná fram að ganga. Til hamingju Njarðvíkingar!

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …