BREYTA

Haditha: My Lai Íraks?

My Lai 1968 Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa vakið mikla athygli. Þessi atburður hefur leitt huga margra að árásinni á Fallujah í nóvember 2004 en einnig rifjast nú upp fyrir mörgum fjöldamorðin í bænum Song My í Víetnam 16. mars 1968. Í þessum bæ, sem er reyndar þekktari undir nafninu My Lai, gengu bandarískir hermenn berserksgang og reyndar af enn meira offorsi en í Haditha, því að talið er að um 500 íbúar bæjarins hafi verið drepnir þar. Eftir þennan atburð tók bandarískur lögmaður, Mark Lane, sig til og ræddi við allmarga bandaríska hermenn sem höfðu tekið þátt í pyndingum og drápum á óbreyttum borgurum og birti í bók sem kom út í íslenskri þýðingu undir nafninu „Og svo fór ég að skjóta...“. Þessi bók er sígild heimild um viðurstyggð hernaðar. Hún er enn aðgengileg á mörgum bókasöfnum. eó http://en.wikipedia.org/wiki/Haditha_massacre http://en.wikipedia.org/wiki/My_Lai http://www.rememberfallujah.org/

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …