BREYTA

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á Miðnesheiði til Reykjavíkur. Gangan var skipulögð af hópi fólks sem starfað hafði innan samtakanna Friðlýsts lands. Ekki höfðu allir mikla trú á tiltækinu, en fyrirmynd þess var fengin frá Bretlandi þar sem samtökin CND skipulögðu fyrstu Aldermaston-gönguna árið 1958. Þátttakan í þessari fyrstu Keflavíkurgöngu var þó ágæt og mikið fjölmenni á útifundi í lok hennar við Miðbæjarskólann. Í kjölfarið var ákveðið að koma baráttunni gegn hernum og veru Íslands í Nató á fastari fót. Um haustið var efnt til Þingvallafundar, þar sem Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð. Þau urðu á næstu árum leiðandi í herstöðvabaráttunni. Minnt er á sögusýningu Keflavíkurgöngunnar, sem stendur nú uppi í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartímum bókasafnsins. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …