BREYTA

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. Hann var spurður um afstöðuna til Íraksstríðsins og sagði að rétt hafi verið að styðja innrásina á sínum tíma. „Hinsvegar fengum við rangar upplýsingar, það liggur fyrir, þannig að það má vel vera að við hefðum tekið aðra ákvörðun ef við hefðum haft þær upplýsingar En eitt veit ég, að Saddam Hussein var nú ekkert mjög heppilegur foringi á sviði lýðræðis og mannréttinda.“ Það er vissulega umhugsunarvert, ef Halldór Ásgrímsson telur að íslenska ríkisstjórnin hafi verið blekkt til að styðja innrás í annað land, að hann skuli fara frá án þess að gefa aðra yfirlýsingu en lauslegt svar við spurningu blaðamanna, og reyna svo samt að réttlæta stríðsþátttökuna með tilvísun til að Saddam Hussein hafi verið „ekkert mjög heppilegur foringi á sviði lýðræðis og mannréttinda.“ En það er líka rétt að halda því til haga að veturinn 2002 til 2003 lá það fyrir að þær upplýsingar sem Halldór Ásgrímsson er væntanlega að tala um, upplýsingar um gereyðingarvopn í eigu Íraka, voru mjög hæpnar og vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna óskuðu eftir að fá heldur meiri tíma til að fá málin á hreint. En í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu, var mjög ólíklegt að greyðingarvopn fyndust í Írak, öfugt við það sem Bandaríkjastjórn hélt fram. Þær upplýsingar lágu fyrir, utanríkisráðuneyti Íslands átti að hafa aðgang að þeim og reyndar gat hver sæmilega netfær maður sem var læs á ensku fundið þær á netinu. Og þá færni þurfti ekki einu sinni því að á þetta var bent í fjölmörgum greinum hér á landi, bæði í dagblöðum og á netmiðlum. Sem dæmi má nefna að hér á Friðavefnum birtist 29. janúar 2003 greinin „Írak: Nokkar staðreyndir og upplýsingar“. Þar segir m.a.:
„Í viðtalinu við CNN 17. júlí 2002 sagði Scott Ritter að 90-95% af verkefnum vopnaeftirlitssveitanna hafi verið lokið þegar þær voru kallaðar heim í desember 1998 og öllum vopnum og verksmiðjum sem þá hefðu fundist hefði verið eytt. Rolf Ekeus tók í sama streng án þess þó að nefna neinar tölur í fyrirlestri sem hann hélt við Washington Institute for Near East Policy 12. nóvember 2002. Hann taldi líka að hinar nýju vopnaeftirlitssveitir, sem tóku til starfa í nóvember 2002, mundu finna öll þau vopn sem til væri í Írak.“ „Þegar þetta er skrifað um miðjan janúar 2003 hafa hinar nýju vopnaeftirlitssveitir fengið að starfa óáreittar og ekki fundið nein vopn sem falla undir bann Sameinuðu þjóðanna. Það er því ekkert sem bendir til að Íraksstjórn hafi brotið það.“
Diego Garcia Í þessum sama Spegli var einnig sagt frá herstöð Bandaríkjamanna á eynni Diego Garcia í Indlandshafi og grimmdarlegum brottflutningi íbúanna þaðan fyrir rúmum þremur áratugum. Enn er þetta fólk í útlegð og krefst þess að fá að snúa heim. En herstöðin á Diego García er Bandaríkjunum mjög mikilvæg og gegndi lykilhlutverki við innrásirnar í Afganistan og Írak og mun einnig gera það ef til þess kemur að ráðist verði inn í Íran. Hér á Friðarvefnum er grein um þessa herstöð: „Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta“. Keflavík Það er rétt að hafa það í huga að herstöðin á Keflavíkurflugvelli er hluti af sama hernaðarkerfi og herstöðin á Diego Garcia – og Guantánamo, svo að fleira sé nefnt. Í ofangreindu viðtali gerði Halldór Ásgrímsson mikið úr vináttu Íslendinga og Breta og Bandaríkjamanna. Vissulega höfum við ekkert upp á þessar þjóðir að klaga frekar en aðrar þjóðir, en seint verður sagt að ríkisstjórnir og hernaðaryfirvöld þessara landa sé félegur félagsskapur. Og aumlegur er hlutur íslensku ríkisstjórnarinnar að væla um vernd hjá stríðsglæpamönnum sem blekktu hana til stuðnings við ólögmætt innrásarstríð. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Við uppfærum vefinn

Við uppfærum vefinn

fridur.is liggur tímabundið niðri Við uppfærum vefinn

SHA_forsida_top

Contact form 1

Contact form 1

Your Name (required) Your Email (required) Subject Your Message Friður.is "" From: …

SHA_forsida_top

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjölréttað á fjáröflunarmálsverði

Fjáröflunarmánuður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. mars. Að þessu sinni munu félagar í miðnefd skipta …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Nýkjörin miðnefnd SHA kemur saman til fundar í fyrsta sinn n.k. þriðjudagskvöld 28. mars í …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktanir landsfundar SHA

Ályktun um herlaust land Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 18. mars 2017 minnir á hve jákvætt …

SHA_forsida_top

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefndSHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna um liðna helgi. Hana skipa: Aðalmenn: Auður …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA 2017

Landsráðstefna SHA erður haldinn laugardaginn 18. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 Dagskrá: 11:00 Hefðbundin aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Eldamennskan á hinum mánaðarlega fjáröflunarmálsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi, föstudaginn 24. febrúar, verður að þessu …

SHA_forsida_top

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Hver er Chelsea Manning: fundur á þriðjudag

Eitt síðasta embættisverk Obama Bandaríkjaforseta var að stytta fangelsisdóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning. Á sínum …

SHA_forsida_top

SHA sendir þingmönnum bréf

SHA sendir þingmönnum bréf

Samtök hernaðarandstæðinga sendu eftirfarandi bréf til allra þingmanna á Alþingi með hvatningu til að vinna …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 27. janúar n.k. Freyr Rögnvaldsson sér um …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Friðargöngur í skugga ofbeldis og stríðsrekstrar - gengið í 37 ár

Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga: Daglega berast fregnir af skelfilegum afleiðingum styrjalda víðs vegar um veröldina. …

SHA_forsida_top

Það er löngu komið nóg!

Það er löngu komið nóg!

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Á liðnum dögum hafa borist fregnir af …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður Friðarhúss

Jólamálsverður Friðarhúss

Hinn árlegur jólamálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður föstudaginn 2. desember. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina …

SHA_forsida_top

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Friðarfundur: SHA í Listasafni Reykjavíkur

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember býður Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu Samtökum hernaðarandstæðinga til samtals, en á þessu …