„Í viðtalinu við CNN 17. júlí 2002 sagði Scott Ritter að 90-95% af verkefnum vopnaeftirlitssveitanna hafi verið lokið þegar þær voru kallaðar heim í desember 1998 og öllum vopnum og verksmiðjum sem þá hefðu fundist hefði verið eytt. Rolf Ekeus tók í sama streng án þess þó að nefna neinar tölur í fyrirlestri sem hann hélt við Washington Institute for Near East Policy 12. nóvember 2002. Hann taldi líka að hinar nýju vopnaeftirlitssveitir, sem tóku til starfa í nóvember 2002, mundu finna öll þau vopn sem til væri í Írak.“ „Þegar þetta er skrifað um miðjan janúar 2003 hafa hinar nýju vopnaeftirlitssveitir fengið að starfa óáreittar og ekki fundið nein vopn sem falla undir bann Sameinuðu þjóðanna. Það er því ekkert sem bendir til að Íraksstjórn hafi brotið það.“Diego Garcia Í þessum sama Spegli var einnig sagt frá herstöð Bandaríkjamanna á eynni Diego Garcia í Indlandshafi og grimmdarlegum brottflutningi íbúanna þaðan fyrir rúmum þremur áratugum. Enn er þetta fólk í útlegð og krefst þess að fá að snúa heim. En herstöðin á Diego García er Bandaríkjunum mjög mikilvæg og gegndi lykilhlutverki við innrásirnar í Afganistan og Írak og mun einnig gera það ef til þess kemur að ráðist verði inn í Íran. Hér á Friðarvefnum er grein um þessa herstöð: „Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta“. Keflavík Það er rétt að hafa það í huga að herstöðin á Keflavíkurflugvelli er hluti af sama hernaðarkerfi og herstöðin á Diego Garcia – og Guantánamo, svo að fleira sé nefnt. Í ofangreindu viðtali gerði Halldór Ásgrímsson mikið úr vináttu Íslendinga og Breta og Bandaríkjamanna. Vissulega höfum við ekkert upp á þessar þjóðir að klaga frekar en aðrar þjóðir, en seint verður sagt að ríkisstjórnir og hernaðaryfirvöld þessara landa sé félegur félagsskapur. Og aumlegur er hlutur íslensku ríkisstjórnarinnar að væla um vernd hjá stríðsglæpamönnum sem blekktu hana til stuðnings við ólögmætt innrásarstríð. Einar Ólafsson

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

Myndasýning frá Austurvelli

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …