BREYTA

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. Hann var spurður um afstöðuna til Íraksstríðsins og sagði að rétt hafi verið að styðja innrásina á sínum tíma. „Hinsvegar fengum við rangar upplýsingar, það liggur fyrir, þannig að það má vel vera að við hefðum tekið aðra ákvörðun ef við hefðum haft þær upplýsingar En eitt veit ég, að Saddam Hussein var nú ekkert mjög heppilegur foringi á sviði lýðræðis og mannréttinda.“ Það er vissulega umhugsunarvert, ef Halldór Ásgrímsson telur að íslenska ríkisstjórnin hafi verið blekkt til að styðja innrás í annað land, að hann skuli fara frá án þess að gefa aðra yfirlýsingu en lauslegt svar við spurningu blaðamanna, og reyna svo samt að réttlæta stríðsþátttökuna með tilvísun til að Saddam Hussein hafi verið „ekkert mjög heppilegur foringi á sviði lýðræðis og mannréttinda.“ En það er líka rétt að halda því til haga að veturinn 2002 til 2003 lá það fyrir að þær upplýsingar sem Halldór Ásgrímsson er væntanlega að tala um, upplýsingar um gereyðingarvopn í eigu Íraka, voru mjög hæpnar og vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna óskuðu eftir að fá heldur meiri tíma til að fá málin á hreint. En í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu, var mjög ólíklegt að greyðingarvopn fyndust í Írak, öfugt við það sem Bandaríkjastjórn hélt fram. Þær upplýsingar lágu fyrir, utanríkisráðuneyti Íslands átti að hafa aðgang að þeim og reyndar gat hver sæmilega netfær maður sem var læs á ensku fundið þær á netinu. Og þá færni þurfti ekki einu sinni því að á þetta var bent í fjölmörgum greinum hér á landi, bæði í dagblöðum og á netmiðlum. Sem dæmi má nefna að hér á Friðavefnum birtist 29. janúar 2003 greinin „Írak: Nokkar staðreyndir og upplýsingar“. Þar segir m.a.:
„Í viðtalinu við CNN 17. júlí 2002 sagði Scott Ritter að 90-95% af verkefnum vopnaeftirlitssveitanna hafi verið lokið þegar þær voru kallaðar heim í desember 1998 og öllum vopnum og verksmiðjum sem þá hefðu fundist hefði verið eytt. Rolf Ekeus tók í sama streng án þess þó að nefna neinar tölur í fyrirlestri sem hann hélt við Washington Institute for Near East Policy 12. nóvember 2002. Hann taldi líka að hinar nýju vopnaeftirlitssveitir, sem tóku til starfa í nóvember 2002, mundu finna öll þau vopn sem til væri í Írak.“ „Þegar þetta er skrifað um miðjan janúar 2003 hafa hinar nýju vopnaeftirlitssveitir fengið að starfa óáreittar og ekki fundið nein vopn sem falla undir bann Sameinuðu þjóðanna. Það er því ekkert sem bendir til að Íraksstjórn hafi brotið það.“
Diego Garcia Í þessum sama Spegli var einnig sagt frá herstöð Bandaríkjamanna á eynni Diego Garcia í Indlandshafi og grimmdarlegum brottflutningi íbúanna þaðan fyrir rúmum þremur áratugum. Enn er þetta fólk í útlegð og krefst þess að fá að snúa heim. En herstöðin á Diego García er Bandaríkjunum mjög mikilvæg og gegndi lykilhlutverki við innrásirnar í Afganistan og Írak og mun einnig gera það ef til þess kemur að ráðist verði inn í Íran. Hér á Friðarvefnum er grein um þessa herstöð: „Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta“. Keflavík Það er rétt að hafa það í huga að herstöðin á Keflavíkurflugvelli er hluti af sama hernaðarkerfi og herstöðin á Diego Garcia – og Guantánamo, svo að fleira sé nefnt. Í ofangreindu viðtali gerði Halldór Ásgrímsson mikið úr vináttu Íslendinga og Breta og Bandaríkjamanna. Vissulega höfum við ekkert upp á þessar þjóðir að klaga frekar en aðrar þjóðir, en seint verður sagt að ríkisstjórnir og hernaðaryfirvöld þessara landa sé félegur félagsskapur. Og aumlegur er hlutur íslensku ríkisstjórnarinnar að væla um vernd hjá stríðsglæpamönnum sem blekktu hana til stuðnings við ólögmætt innrásarstríð. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.