BREYTA

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um málefni Afganistan. Framsögumenn á fundinum eru báðir kynntir til sögunnar sem fræðimenn, en reynast hafa starfað sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató. Titill málstofunnar er raunar óvenju hreinskilinn: “Mikilvægi Afganistan fyrir Nató” – sem tekur af öll tvímæli um að fyrirlesararnir telja hernaðinn í Afganistan snúast um hagsmuni hernaðarbandalagsins en ekki afgönsku þjóðarinnar. Fundurinn er á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en sú stofnun hefur á síðustu misserum verið iðin við að blása til funda af þessu tagi. Dagskrá þessara funda má sjá hér. Ef listinn yfir fyrirlestrana er lesinn, kemur skýr skipting í ljós. Annars vegar eru þarna fræðimenn sem hingað koma í tengslum við Háskólann og starfsemi hans. Fyrirlestrar þessa fólks eru í langflestum tilvikum áhugaverðir og ættu að vekja athygli fræðasamfélagsins. Hins vegar er um að ræða erindi manna sem hingað eru komnir á vegum utanríkisráðuneytisins eða sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands. Þessir fyrirlesarar eiga það sammerkt að vera málpípur hernaðarhyggju og utanríkisstefnu helstu Nató-þjóða. Erfitt er að sjá hvaða akademíska tilgangi það gegnir fyrir Háskóla Íslands að standa fyrir fundum með síðarnefnda hópnum. Ljóst er að allt frumkvæðið af fyrirlestrum þessum er komið frá erlendum sendiráðum, ráðuneytinu eða stofnunum á borð við Nató. Sú var tíðin að gestir af þessu tagi gátu helst vænst þess að vera boðið að tala hjá Fullbright-stofnuninni eða Samtökum um vestræna samvinnu. Í dag er sérstök stofnun innan Háskólans sem telur það hlutverk sitt að búa til vettvang fyrir slíka ræðumenn. Háskólastofnun sem tekur sig alvarlega, lætur ekki draga sig út á þessa braut. Hún velur sjálf sína fyrirlesara, en tekur ekki við hverju því sem upplýsingafulltrúi Nató á Íslandi réttir henni. Háskólinn setur niður meðan Alþjóðastofnun hans hegðar sér með þessum hætti. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …