BREYTA

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um málefni Afganistan. Framsögumenn á fundinum eru báðir kynntir til sögunnar sem fræðimenn, en reynast hafa starfað sem embættismenn eða ráðgjafar í utanríkisþjónustum Bandaríkjanna og Bretlands eða á vettvangi Nató. Titill málstofunnar er raunar óvenju hreinskilinn: “Mikilvægi Afganistan fyrir Nató” – sem tekur af öll tvímæli um að fyrirlesararnir telja hernaðinn í Afganistan snúast um hagsmuni hernaðarbandalagsins en ekki afgönsku þjóðarinnar. Fundurinn er á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, en sú stofnun hefur á síðustu misserum verið iðin við að blása til funda af þessu tagi. Dagskrá þessara funda má sjá hér. Ef listinn yfir fyrirlestrana er lesinn, kemur skýr skipting í ljós. Annars vegar eru þarna fræðimenn sem hingað koma í tengslum við Háskólann og starfsemi hans. Fyrirlestrar þessa fólks eru í langflestum tilvikum áhugaverðir og ættu að vekja athygli fræðasamfélagsins. Hins vegar er um að ræða erindi manna sem hingað eru komnir á vegum utanríkisráðuneytisins eða sendiráða Bandaríkjanna og Bretlands. Þessir fyrirlesarar eiga það sammerkt að vera málpípur hernaðarhyggju og utanríkisstefnu helstu Nató-þjóða. Erfitt er að sjá hvaða akademíska tilgangi það gegnir fyrir Háskóla Íslands að standa fyrir fundum með síðarnefnda hópnum. Ljóst er að allt frumkvæðið af fyrirlestrum þessum er komið frá erlendum sendiráðum, ráðuneytinu eða stofnunum á borð við Nató. Sú var tíðin að gestir af þessu tagi gátu helst vænst þess að vera boðið að tala hjá Fullbright-stofnuninni eða Samtökum um vestræna samvinnu. Í dag er sérstök stofnun innan Háskólans sem telur það hlutverk sitt að búa til vettvang fyrir slíka ræðumenn. Háskólastofnun sem tekur sig alvarlega, lætur ekki draga sig út á þessa braut. Hún velur sjálf sína fyrirlesara, en tekur ekki við hverju því sem upplýsingafulltrúi Nató á Íslandi réttir henni. Háskólinn setur niður meðan Alþjóðastofnun hans hegðar sér með þessum hætti. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …