BREYTA

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli Hrafn og Friðrik Atlasynir sjá um matseld:
  • Kjötsúpa hernaðarandstæðingsins þrungin ævintýrum sumarsins og rótargrænmeti úr matjurtagarðinum.
  • Karrýgrænmetisgrýta með friðarívafi.
  • Heimabakað brauð hnoðað af auðmýkt en um leið styrk  baráttunnar gegn hernaðarbrölti NATO.
  • Ljúfmalað kaffi og heimagerðir friðarsúkkulaðimolar.
Guðrún Lára Pálmadóttir mætir með gítarinn og tekur lagið að málsverði loknum. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …