Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli Hrafn og Friðrik Atlasynir sjá um matseld:
Kjötsúpa hernaðarandstæðingsins þrungin ævintýrum sumarsins og rótargrænmeti úr matjurtagarðinum.
Karrýgrænmetisgrýta með friðarívafi.
Heimabakað brauð hnoðað af auðmýkt en um leið styrk baráttunnar gegn hernaðarbrölti NATO.
Ljúfmalað kaffi og heimagerðir friðarsúkkulaðimolar.
Guðrún Lára Pálmadóttir mætir með gítarinn og tekur lagið að málsverði loknum. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000.