BREYTA

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

heimsganga sm logo 2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. Henni lýkur þrem mánuðum síðar, 2. janúar 2010 við rætur fjallsins Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls Suður-Ameríku. 2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhis og Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt þann dag sem „Alþjóðlegan dag tilveru án ofbeldis“. Göngunni er komið af stað af samtökunum „Heimur án stríðs“ sem eru alþjóðleg og hafa starfað í 15 ár að friðarmálum og andófi gegn ofbeldi. Tilgangur göngunnar er að:
  • Ná fram útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslegri og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga milli þjóða um að ráðast ekki gegn öðrum; og að ríkisstjórnir hafni stríði sem aðferð til að leysa ágreining.
  • Viðurkenna og hefja til vegs og virðingar bestu eiginleika ólíkra menningarsamfélaga og þjóða jarðarinnar.
  • Sameina vilja fólks allsstaðar til að binda endi á þá plágu sem stríð eru.
  • Skapa alþjóðlega, félagslega vitund sem fordæmir allt ofbeldi hvernig sem það birtist (líkamlegt, sálrænt, byggt á kynþætti, trúarbrögðum, efnahagslegt, kynferðislegt), sem er svo útbreitt og viðurkennt í þjóðfélögum hvarvetna.
  • Alþjóðleg vitund sem fordæmir allt ofbeldi.
Gengið verður um allar heimsálfur og í hverri borg sem gangan fer um verða skipulagðir einhverjir viðburðir. Nánari upplýsingar er að finna á íslenskri vefsíðu göngunnar, heimsganga.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.