BREYTA

Heitt friðarhaust 2006

Nato Nuclear Threat Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld og eru ýmis fundarhöld og aðgerðir í bígerð. Aðgerðir gegn bandarískum herstöðvum í Evrópu 1. október Snemma í vor kom upp sú hugmynd að hafa sameiginlegar aðgerðir um alla Evrópu 1. október gegn bandarískum herstöðvum í álfunni. Þessi hugmynd hefur verið rædd innan Samtaka herstöðvaandstæðinga, en svo vill til að 1. október er áætlað að bandaríska herliðið verði farið héðan að fullu. Á Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum), sem lauk í Aþenu 7. maí, var tekið undir þessa hugmynd og ákveðið að helga alla síðustu viku septembermánaðar aðgerðum gegn herstöðvum í Evrópu. Á sama vettvangi var ákveðið að skipuleggja baráttudag 7. október í Evrópu og Afríku fyrir réttindum innflytjenda. Aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO í nóvember Samtökin Bombspotting í Belgíu hafa leitað eftir samstarfi um alla Evrópu um sameiginlegar aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO dagana 6.-11. nóvember. Jafnframt hafa þau boðað til ráðstefnu í Belgíu 25. nóvember, eftir að ráðherrafundi NATO lýkur í Ríga í Lettlandi. Ennfremur hafa samtökin Abolition 200o Europe ásamt alþjóðlegum þingmannasamtökum fyrir kjarnorkuafvopnun (The Parliamentary Network for Nuclear Disarmament - PNND) og Palmecentret - The Olof Palme International Center í Svíþjóð hafið undirbúning að ráðstefnu um kjarnorkuafvopnun í Evrópuþinginu 23. nóvember. Abolition 2000 Europe hefur líka boðað til ráðstefnu 6.-7. júlí í tilefni af því að þá verða liðin tíu ár frá því að Alþjóðadómstóllinn gaf út það álit sitt að kjarnorkuvopn væru ólögleg að alþjóðalögum. Aðgerðir á Íslandi seinnihluta september og 1. október Eins og fram hefur komið telja Samtök herstöðvaandstæðinga að baráttu þeirra sé engan veginn lokið þótt bandaríska herliðið sé á förum frá Keflavíkurflugvelli. Allt útlit er fyrir að Bandaríkjamenn vilji halda hér einhverri aðstöðu, nánast mannlausri herstöð, íslenska ríkisstjórn reynir allt hvað hún getur að fá einhverja til að stunda hér hermennsku, engar áætlanir eru um úrsögn úr NATO, friðargæslan er enn í herklæðum, enn hefur ríkisstjórnin ekki látið af stuðningi við Íraksstríðið, mannskapur og tæki sem héðan verða flutt munu nýtast til ófriðar annarsstaðar, herstöðvum Bandaríkjanna fer fjölgandi, vígvæðing eykst og hugsanlega er í undirbúningi stríð gegn Íran. Það er því full ástæða fyrir okkur, íslenska herstöðvaandstæðinga og friðarsinna, að láta í okkur heyra um það leyti sem herstöðin á að tæmast. Við höfum því rætt um að hafa einhverja dagskrá, fundarhöld og aðgerðir alla síðustu viku eða seinni hluta septembermánaðar.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …