BREYTA

Heitt friðarhaust 2006

Nato Nuclear Threat Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld og eru ýmis fundarhöld og aðgerðir í bígerð. Aðgerðir gegn bandarískum herstöðvum í Evrópu 1. október Snemma í vor kom upp sú hugmynd að hafa sameiginlegar aðgerðir um alla Evrópu 1. október gegn bandarískum herstöðvum í álfunni. Þessi hugmynd hefur verið rædd innan Samtaka herstöðvaandstæðinga, en svo vill til að 1. október er áætlað að bandaríska herliðið verði farið héðan að fullu. Á Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum), sem lauk í Aþenu 7. maí, var tekið undir þessa hugmynd og ákveðið að helga alla síðustu viku septembermánaðar aðgerðum gegn herstöðvum í Evrópu. Á sama vettvangi var ákveðið að skipuleggja baráttudag 7. október í Evrópu og Afríku fyrir réttindum innflytjenda. Aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO í nóvember Samtökin Bombspotting í Belgíu hafa leitað eftir samstarfi um alla Evrópu um sameiginlegar aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO dagana 6.-11. nóvember. Jafnframt hafa þau boðað til ráðstefnu í Belgíu 25. nóvember, eftir að ráðherrafundi NATO lýkur í Ríga í Lettlandi. Ennfremur hafa samtökin Abolition 200o Europe ásamt alþjóðlegum þingmannasamtökum fyrir kjarnorkuafvopnun (The Parliamentary Network for Nuclear Disarmament - PNND) og Palmecentret - The Olof Palme International Center í Svíþjóð hafið undirbúning að ráðstefnu um kjarnorkuafvopnun í Evrópuþinginu 23. nóvember. Abolition 2000 Europe hefur líka boðað til ráðstefnu 6.-7. júlí í tilefni af því að þá verða liðin tíu ár frá því að Alþjóðadómstóllinn gaf út það álit sitt að kjarnorkuvopn væru ólögleg að alþjóðalögum. Aðgerðir á Íslandi seinnihluta september og 1. október Eins og fram hefur komið telja Samtök herstöðvaandstæðinga að baráttu þeirra sé engan veginn lokið þótt bandaríska herliðið sé á förum frá Keflavíkurflugvelli. Allt útlit er fyrir að Bandaríkjamenn vilji halda hér einhverri aðstöðu, nánast mannlausri herstöð, íslenska ríkisstjórn reynir allt hvað hún getur að fá einhverja til að stunda hér hermennsku, engar áætlanir eru um úrsögn úr NATO, friðargæslan er enn í herklæðum, enn hefur ríkisstjórnin ekki látið af stuðningi við Íraksstríðið, mannskapur og tæki sem héðan verða flutt munu nýtast til ófriðar annarsstaðar, herstöðvum Bandaríkjanna fer fjölgandi, vígvæðing eykst og hugsanlega er í undirbúningi stríð gegn Íran. Það er því full ástæða fyrir okkur, íslenska herstöðvaandstæðinga og friðarsinna, að láta í okkur heyra um það leyti sem herstöðin á að tæmast. Við höfum því rætt um að hafa einhverja dagskrá, fundarhöld og aðgerðir alla síðustu viku eða seinni hluta septembermánaðar.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …