BREYTA

Heitt friðarhaust 2006

Nato Nuclear Threat Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld og eru ýmis fundarhöld og aðgerðir í bígerð. Aðgerðir gegn bandarískum herstöðvum í Evrópu 1. október Snemma í vor kom upp sú hugmynd að hafa sameiginlegar aðgerðir um alla Evrópu 1. október gegn bandarískum herstöðvum í álfunni. Þessi hugmynd hefur verið rædd innan Samtaka herstöðvaandstæðinga, en svo vill til að 1. október er áætlað að bandaríska herliðið verði farið héðan að fullu. Á Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum), sem lauk í Aþenu 7. maí, var tekið undir þessa hugmynd og ákveðið að helga alla síðustu viku septembermánaðar aðgerðum gegn herstöðvum í Evrópu. Á sama vettvangi var ákveðið að skipuleggja baráttudag 7. október í Evrópu og Afríku fyrir réttindum innflytjenda. Aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO í nóvember Samtökin Bombspotting í Belgíu hafa leitað eftir samstarfi um alla Evrópu um sameiginlegar aðgerðir gegn kjarnorkustefnu NATO dagana 6.-11. nóvember. Jafnframt hafa þau boðað til ráðstefnu í Belgíu 25. nóvember, eftir að ráðherrafundi NATO lýkur í Ríga í Lettlandi. Ennfremur hafa samtökin Abolition 200o Europe ásamt alþjóðlegum þingmannasamtökum fyrir kjarnorkuafvopnun (The Parliamentary Network for Nuclear Disarmament - PNND) og Palmecentret - The Olof Palme International Center í Svíþjóð hafið undirbúning að ráðstefnu um kjarnorkuafvopnun í Evrópuþinginu 23. nóvember. Abolition 2000 Europe hefur líka boðað til ráðstefnu 6.-7. júlí í tilefni af því að þá verða liðin tíu ár frá því að Alþjóðadómstóllinn gaf út það álit sitt að kjarnorkuvopn væru ólögleg að alþjóðalögum. Aðgerðir á Íslandi seinnihluta september og 1. október Eins og fram hefur komið telja Samtök herstöðvaandstæðinga að baráttu þeirra sé engan veginn lokið þótt bandaríska herliðið sé á förum frá Keflavíkurflugvelli. Allt útlit er fyrir að Bandaríkjamenn vilji halda hér einhverri aðstöðu, nánast mannlausri herstöð, íslenska ríkisstjórn reynir allt hvað hún getur að fá einhverja til að stunda hér hermennsku, engar áætlanir eru um úrsögn úr NATO, friðargæslan er enn í herklæðum, enn hefur ríkisstjórnin ekki látið af stuðningi við Íraksstríðið, mannskapur og tæki sem héðan verða flutt munu nýtast til ófriðar annarsstaðar, herstöðvum Bandaríkjanna fer fjölgandi, vígvæðing eykst og hugsanlega er í undirbúningi stríð gegn Íran. Það er því full ástæða fyrir okkur, íslenska herstöðvaandstæðinga og friðarsinna, að láta í okkur heyra um það leyti sem herstöðin á að tæmast. Við höfum því rætt um að hafa einhverja dagskrá, fundarhöld og aðgerðir alla síðustu viku eða seinni hluta septembermánaðar.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …