BREYTA

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, veltir hann fyrir sér þeim möguleika að stofnaður verði á Suðurneskum „Björgunarskóli Sameinuðu þjóðanna“ þegar herinn er farinn: Fyrir tveimur og hálfu ári síðan birti ég grein í Morgunblaðinu undir nafninu, „Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna“, þar sem ég reifaði hugmynd mína um slíkan skóla, sem mætti reka í Keflavík, enda óvíða betri aðstæður til þess en einmitt á Íslandi. Ekki urðu mikil viðbrögð við henni þá, fáir trúðu því þá í alvöru, nema kannski við vinstri græn, að herinn myndi raunverulega fara þegar honum sýndist. Ég leyfi mér að birta aftur þessa grein hér, en í raun á hún afar vel við um þessar mundir, og efnið á ekki síður erindi nú en þá. Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna Undanfarnar vikur og mánuði hafa Íslendingar verið að átta sig á því hversu varhugavert það getur verið að reiða sig í miklum mæli á erlenda þjóð, hversu vinveitt sem hún kann að vera, í björgunarmálum. Í sumar þurftu þyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli að hverfa til annarra starfa tímabundið, og á meðan máttum við Íslendingar sætta okkur við “skert” öryggi hvað þennan þátt björgunarmála varðar. Í sumar komu einnig upp háværar raddir vestan hafs sem vildu afleggja allan flugflota BNA í Keflavík. Miklar líkur eru á að þær raddir séu ekki meira en í dvala um stund, og munu vafalítið koma upp aftur fyrr en síðar. En hvernig geta þá stjórnvöld brugðist við þessum vanda. Skoðum það mál nánar. Ísland er um margt sérstætt land, bæði hvað varðar landið sjálft, og þjóðina sem byggir það. Hér verða náttúruhamfarir í einhverjum mæli með óþægilega reglubundnum hætti, og því hefur orðið til á löngum tíma víðtæk þekking í landinu í margskonar björgunarmálum. Þetta á við um björgun úr sjávarháska, af hamfarasvæðum, viðbrögð við eldgosum, snjóflóðum, jarðskjálftum, ofsaveðrum og svo mætti lengi telja. Við Íslendingar erum kannski ekki með mestu þekkinguna á mörgum þessara sviða, en reynsla af flestum þáttum björgunarmála er víðtæk. Þetta á bæði við um opinbera aðila og frjáls félagasamtök. Þegar eru til stofnanir innanlands eins og Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnarskóli Sjómanna auk þjálfunarbúða Landsbjargar á Gufuskálum að ótöldum þeim opinberu stofnunum sem að björgunarmálum koma. Íslendingar ættu að leggja það til við Sameinuðu Þjóðirnar að hér verði settur á stofn Björgunarskóli Sameinuðu Þjóðanna. Þegar er komin ágæt reynsla af deildum tengdum háskóla SÞ í jarðhitafræðum og fiskiðnaði, og full ástæða til að ætla að við gætum staðið myndarlega á bak við stofnun af þessu tagi. Með vaxandi rannsóknarstarfsemi á sviði björgunarmála mætti jafnvel hugsa sér beina tengingu við Háskóla SÞ á svipaðan hátt og hinar deildirnar. Náttúrlegar aðstæður allar hér á landi gætu nýst afar vel, og þegar er mikill mannauður til staðar í landinu sem myndi þarna fá tækifæri til að vaxa. Vissulega væri kostnaður þessu samfara, en nú um stundir er einmitt rætt um að Íslendingar þurfi að taka sig á og leggja meira af mörkum til alþjóða samfélagsins, og því ekki vanþörf á að finna nýjar og jákvæðar leiðir til þess. Ávinningur okkar gæti falist í því að búnaður sem fylgdi slíkum skóla gæti nýst okkur við björgun innanlands þegar á þyrfti að halda. Stofnanir eins og Landhelgisgæslan, almannavarna þáttur Ríkislögreglustjóra, Veðurstofan, sjúkrahúsin og háskólastofnanir auk Landsbjargar og sjómannasamtakanna gætu komið að undirbúningi og skipulagningu slíks skóla. Með stofnun og rekstri Björgunarskóla SÞ gætu Íslendingar stigið spor fram á við sem eftir yrði tekið á alþjóðavettvangi. Meginmál þessarar greinar birtist í Morgunblaðinu 28.10.03

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …