1) Fólkið: Hvernig verður gengið frá viðskilnaði við það fólk sem starfað hefur hjá hernum og kemur til með að missa vinnuna.
Það þarf:
a. að athuga hvernig hægt er að koma á eftirlaunum fyrir fólk sem komið er á háan aldur og hefur starfað lengi hjá hernum,
b. að halda námskeið fyrir fólk sem kemur til með að breyta um vinnu og að öllum líkindum að fara í gerólík störf,
c. að veita aðstoð við uppbyggingu atvinnu sem gæti falist í útvegun húsnæðis á svæðinu og með annarri aðstoð við að koma á laggirnar nýrri atvinnu (hér er átt við minni fyrirtæki),
d. að leita leiða til virkrar nýsköpunar.
2) Landið: Ganga þarf frá því hvernig hreinsun á jarðvegi verði háttað og eyðingu á ýmsum úrgangi sem fylgir þeirri starfsemi sem þarna hefur átt sér stað.
3) Mannvirki: Hvaða mannvirki verða tekin úr notkun? Hvernig á að ganga frá þeim mannvikjum sem hætt verður að nota og verða ónothæf? Okkar krafa ætti að sjálfsögðu að vera sú að ónothæf mannvirki verði fjarlægð, hús rifin, sökklar fjarlægðir og gróðursett í sárið. Önnur mannvirki,sem gætu nýst okkur við endurreisn atvinnulífsins yrðu yfirtekin af Íslendingum og þess gætt að þau verði rýmd í nothæfum einingum.
Síðar sagði í þessari ályktun SLS fyrir 10 árum: Ef tekið verður á þessum vanda af festu og í líkingu við það sem hér er lýst eru verulegar líkur á að draga megi úr áhrifum fækkunar í herliðinu á atvinnulíf hér á Suðurnesjum. Það er skemmst frá því að segja að undirtektir voru misjafnar. Sjálfstæðisforystan veitti okkur ekki áheyrn. Forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hlustuðu og sýndu málinu áhuga og voru hinir kurteisustu. Þegar við kynntum þetta fyrir Halldóri Ásgrímssyni, sem þá var orðinn utanríkisráðherra, var Róbert Trausti Árnason með honum, en Róbert var þá ambassador á Keflavíkurflugvelli og yfirmaður Varnarmáladeildarinnar svokölluðu. Þegar við höfðum farið yfir textann voru helstu viðbrögð þau að Róbert sagði, „Ég heyri að þetta er texti sem Jóhann hefur samið, það er aldrei talað um varnarliðið heldur alltaf herinn“. Ekki varð mikið um önnur viðbrögð eins sorglegt og það nú er. Við annað tækifæri rifjaði Róbert það upp með mér að hann hafði áður verið sem ungur maður, nánast krakki, nokkurs konar sendill hjá Samtökum herstöðvarandstæðinga, það þótti mér merkilegt þar sem hann starfaði þegar þetta var sem sendill utanríkisráðuneytisins í hermálum. Hann sagði mér líka að þá hefðu tvær manneskjur starfað í hlutastörfum fyrir Samtök herstöðvarandstæðinga, það voru Jón Baldvin Hannibalsson, sem starfaði eftir hádegi því hann átti svo erfitt með að vakna, og Vigdís nokkur Finnbogadóttir, sem starfaði fyrir hádegi. Þetta er merkilegt í ljósi þess að síðar voru á sama tíma Vigdís forseti, Jón Baldvin utanríkisráðherra og hann Róbert ambassador á Vellinum. Allt fyrrum starfsmenn herstöðvaandstæðinga. Þessi staðreynd breytti þó ekki afstöðu ráðamanna til veru hersins. Eftir að samningurinn sem Halldór gerði til 5 ára rann út 2001 hafa Bandaríkjamenn ekki séð ástæðu til að gera nýjan. Þeir átta sig ekkert á því að jafnvel nú 15 árum eftir lok kalda stríðsins skuli Íslendingar ekki enn skilja að herinn er tímaskekkja. Bandaríkjamenn mega þó eiga það að þeir hafa reynt á kurteisan hátt að koma íslenskum ráðamönnum í skilning um að það á að loka stöðinni. Íslendingarnir skilja einfaldlega ekki mælt mál. Þrautalending Bandaríkjamanna nú, eftir að hafa sagt upp öllu starfsfólki á Vellinum, er að gefa „Bókaþjóðinni“ 200 bækur svo þeir geti þó lesið sig til um þessi mál. Á meðan halda íslenskir ráðamenn að þeir hafi keypt sér frest, enn ríki óvissa um framtíð stöðvarinnar. Óvissan er engin, það er búið að segja fólkinu upp og hjá því ríkir engin óvissa um framtíð stöðvarinnar. Íslenskir ráðamenn neita bara að horfast í augu við staðreyndir. Þeir verða því hjákátlegri með hverri vikunni sem líður og um leið eru þeir að bregðast því fólki sem á í vanda, þeir eru að bregðast því landsvæði sem mest hefur orðið fyrir barðinu á veru hersins. Nú þegar búið er að taka frá þeim glæpinn (herinn) þá standa þeir eins og glópar og tala um að það þurfi samt að tryggja varnir. Vegna þess að herinn hefur verið kallaður Varnarlið eru þeir fastir í því að það sé um einhverjar varnir að ræða. Þegar þeir eru spurðir: varnir gegn hverju? er fátt um svör, þeir hafa þó reynt að telja upp ýmis atriði sem innihalda orðið varnir og tengja það svo hugtakinu Varnarlið svo sem:
Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …